Quantcast
Channel: Albumm
Viewing all 2014 articles
Browse latest View live

DJAMMAÐI MEÐ STONE TEMPLE PILOTS OG GEFUR ÚT NÝTT LAG

$
0
0

einar-vilberg

Tónlistarmaðurinn Einar vilberg var að senda frá sér lagið „Eventually“ sem er annað lagið af væntanlegri sólóplötu hanns. Kappanum er margt til lista lagt en hann er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Noise en einnig rekur hann ásamt bróður sínum stúdíóið Hljóðverk.

Fyrir skömmu komst kappinn ansi nálægt því að verða valinn söngvari goðsagnakenndu rokkhljómsveitarinnar Stone Temple pilots! Þannig er mál með vexti að Einar sendi inn upptöku af sér syngja lagið „Tripp­in’ on a hole in paper heart“  en sveitin leitar nú að söngvara eftir fráfalls söngvarans Scott Wei­land.

einar-vilberg-2

Upphófst mikið ævintýri en Einar flaug til Los Angeles, spilaði tónlist með goðunum og fór í stúdíó 606 sem er í eigu rokkarans Dave Grohl, alls ekki slæmt það! Stone Temple Pilots þurftu að velja úr 40.000 umsóknum og var Einar valinn í topp þrjú sætin og liggur nú valið á milli tveggja söngvara, Einar er ekki einn þeirra. Þetta tels ein flottasta viðurkenning sem tónlistarmaður getur óskað sér enda ekki á hverjum degi sem Íslenskur rokkari fær að djamma með heimsfrægum tónlistarmönnum!

„Eventually“ er rólindis rokkballaða og hver veit nema að Dave Grohl og félagar séu með lagið í eyrunum akkúrat núna!

 

The post DJAMMAÐI MEÐ STONE TEMPLE PILOTS OG GEFUR ÚT NÝTT LAG appeared first on Albumm.


LEAVES FLÝTUR INN Í UNDIRMEÐVITUNDINA

$
0
0

leves-2

Hljómsveitin Leaves fagnar fimmtán ára afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni þess sendir sveitin frá sér nýja útgáfu af laginu „Breath.“ Breath var fyrsta lagið sem sveitin sendi frá sér og í kjölfarið hófst mikið ævintýri!

leaves

Leaves náði gríðarlegum vinsældum hér á landi en sveitin vakti einnig mikla athygli erlendis og spilaði hún með sveitum eins og Supergrass, Stereophonics og Doves svo fátt sé nefnt. Nýja útgáfan er töluvert rólegri og flýtur hún inn í undirmeðvitund hlustandans og lætur mann líða eins og tími og staður skiptir ekki máli!

Leaves er frábær hljómsveit og hver veit nema að von er á nýju efni frá þessarri ástsælu Íslensku sveit!

Hér fyrir neðan má heyra upprunnanlegu útgáfu lagsins:

http://www.leaves.is/

The post LEAVES FLÝTUR INN Í UNDIRMEÐVITUNDINA appeared first on Albumm.

GANGSTA RAPP MEÐ DÖKKU YFIRBRAGÐI

$
0
0

lord-pusswhid

Tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip var að senda frá sér myndband við lagið „Wavelords On Thee River Ov Time.“ Í laginu koma einnig fram Bounequou Fitzroi og Onoe Caponoe, en laginu má lýsa sem gangsta rappi með dökku yfirbragði!

Myndbandið smell passar laginu en þar má sjá fyrrnefnda rappara í allskonar stellingum. Lagið er tekið af plötunni Lord Pusswhip is Wack sem kom út árið 2015.

The post GANGSTA RAPP MEÐ DÖKKU YFIRBRAGÐI appeared first on Albumm.

OPNUNARTÓNLEIKAR MÚLANS MEÐ TRÍÓ AGNARS MÁS MAGNÚSSONAR

$
0
0

Version 4

Tríó Agnars Más Magnússonar opnar spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, miðvikudaginn 28. september. Leikin verður ný og eldri frumsamin verk eftir Agnar, meðal annars af nýútkomnum geisladiski hans, Svif sem hlotið hefur lofsamlega dóma. Meðlimir tríósins auk Agnars eru Scott McLemore trommuleikari og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari. Svif er fyrsti trio diskur Agnars í 7 ár en síðast kom út Kvika árið 2009. Áður hafa komið út 01 og Láð, en einnig hefur Agnar gefið frá sér Hyl sem er einleiksspunaverk.

Version 2

Spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 11 tónleikum til 7. desember sem fram fara flest miðvikudagskvöld á Björtuloftum, Hörpu. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar ásamt nokkrum erlendum gestum koma fram í dagskrá haustsins, m.a. Tómas R Einarsson, Sigurður Flosason, Einar Scheving, Þorgrímur Jónsson, Ari Bragi Kárason, Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal og Jóel Pálsson ásamt Peter Tinning og bandarísku goðsagnarinnar, bassaleikaranum Chuck Israels.

Múlinn er á sínu 20. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

The post OPNUNARTÓNLEIKAR MÚLANS MEÐ TRÍÓ AGNARS MÁS MAGNÚSSONAR appeared first on Albumm.

Á HVAÐ ER BENNI B-RUFF AÐ HLUSTA?

$
0
0

b-ruff-loa

Benedikt Freyr Jónsson eða Benni B-Ruff eins og hann er iðulega kallaður er einn helsti  hip hop plötusnúður landsins og hefur hann verið það um árabil! Benni hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli en kappinn er meðlimur í goðsagnakenndu hljómsveitinni Forgotten Lores, heldur úti rapp þættinum Tetriz á X-inu 977 og rekur tímaritið SKE svo fátt sé nefnt.

Benni er þekktur fyrir framúrskarandi tónlistarsmekk enda er hann þekktur fyrir að gera allt brjálað á dansgólfum borgarinnar! Hlustið á Tetriz fyrsta föstudag hvers mánaðar á X-inu 977, farið á næstu tónleika Forgotten Lores og tékkið á SKE!

Benni sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir.

The post Á HVAÐ ER BENNI B-RUFF AÐ HLUSTA? appeared first on Albumm.

TÓNLISTARMAÐURINN AUÐUR ER Á BLÚSSANDI SIGLINGU

$
0
0

audur-2

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, hefur samið við eitt öflugasta höfundarrétarfyrirtækið í heiminum í dag, IMAGEM MUSIC. Tilurð samningsins má rekja til framkomu hans á tónlistarkaupstefnunni MUSEXPO í Los Angeles í apríl þarsem fulltrúi IMAGEM var á svæðinu.

audur

AUÐUR gengur til liðs við góðan hóp tónlistarfólks hjá IMAGEM einsog; Daft Punk, M.I.A., Bombay Bicycle Club, William Orbit og Mark Ronson svo einhverjir séu nefndir.

Margt spennandi er framundan hjá Auðuni. Í kvöld kemur hann fram á tónleikum í París ásamt franska listamanninum AaRON og í október ferðast hann til Montréal í Kanada til að taka þátt í Red Bull Music Academy, fyrstur íslendinga.

AUÐUR mun koma fram á nokkrum tónleikum á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember og í aðdraganda hennar mun nýtt efni frá kappanum líta dagsins ljós.

http://audurmusic.com

https://www.instagram.com/auduraudur/

https://twitter.com/auduraudur

 

The post TÓNLISTARMAÐURINN AUÐUR ER Á BLÚSSANDI SIGLINGU appeared first on Albumm.

BJÖRK KEMUR FRAM Á ICELAND AIRWAVES

$
0
0

bjork

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nálgast óðfluga og er það mikið fagnaðarerindi fyrir tónlistarfólk út um allan heim! Nýjustu fréttir eru að sjálf Björk okkar Guðmundsdóttir blæs til heljarinnar tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 5. Nóvember næstkomandi. Það er ekki á hverjum degi sem Björk spilar á klakanum og er þetta því mikið fagnaðarerindi!

Björk fékk glæsilega dóma fyrir tónleika sína á dögunum í Royal Albert Hall og er því greinilegt að daman er í hörkugír og má búast við heljarinnar tónleikum umrætt kvöld.

Þau sem eru búin að kaupa sér miða á Iceland Airwaves 2016 fá forskot á miðakaupin en miðasalan fer af stað fimmtudaginn 29. September, fyrstir koma fyrstir fá!

Hægt er að nálgast miða á hátíðina hér.

http://icelandairwaves.is/

The post BJÖRK KEMUR FRAM Á ICELAND AIRWAVES appeared first on Albumm.

HEIMSFRUMSÝNING Á GLÆSILEGUSTU SNJÓBRETTAMYND VERALDAR

$
0
0

red-2

Albumm.is í samstarfi við Red Bull frumsýnir snjóbrettamyndina The Fourth Phase í Háskólabíói næstkomandi sunnudag 2. Október. Um er að ræða eina flottustu snjóbrettamynd veraldar en það eru þeir sömu og gerðu hina víðfrægu mynd The art of flight!

red

The fourth phace verður heimsfrumsýnd á sunnudaginn og að sjálfsögðu fær Ísland að vera með enda er snjóbrettasenan hér á landi í miklum blóma. Öllu verður til tjaldað og verður allt flæðandi í Red Bull! Logi Pedro sér um að fylla andrúmsloftið af góðum tónum!

Á næstu dögum mun Albumm.is vera að gefa miða á sýninguna þannig fylgist vel með hér og á Facebook.

Húsið opnar kl 20:00 og byrjar myndin kl 21:00.

http://www.thefourthphase.com/

http://www.redbull.com/en

The post HEIMSFRUMSÝNING Á GLÆSILEGUSTU SNJÓBRETTAMYND VERALDAR appeared first on Albumm.


FEST AFRIKA OFF VENUE TÓNLEIKAR Á LOFT

$
0
0

fest

Fest Afríka  halda off venue tónleika á Loft, Bankastræti 7, frá og með fimmtudeginum 29. September til 01. Október. Ýmisir frábærir listamenn koma fram.

fest-loft

Dagskráin samanstendur af líflegu, skemmtilegum og fræðandi viðburðum sem gefa innsýn inn í afríska menningu. Tónleikar, danssýning, ljósmyndasýning, námskeið, fyrirlestrar, afrískur markaður og afrískur matur eins og hann gerist bestur. Allar nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu

Hér má sjá viðburðinn á Facebook. Ókeypis aðgangur.

 

The post FEST AFRIKA OFF VENUE TÓNLEIKAR Á LOFT appeared first on Albumm.

LÚXUSPALLAR OG GEGGJUÐ TRIKK

$
0
0

marino

Snjóbrettakappinn Marino Kristjánsson var að senda frá sér brakandi ferskt myndband sem nefnist „Saas Fee ´16.“ Marino er einn helsti snjóbrettakappi landsins en hann er búsettur um þessar mundir í Noregi þar sem hann stundar nám í snjóbrettaskóla.

marino 2

Myndbandið umrædda er tekið upp í glæsilegum aðstæðum í Noregi og óhætt er að segja að Marino uni sér vel þar ytra. Myndbandið er einkar skemmtilegt og auðvelt er að láta hugann reika út fyrir amstur dagsins þegar horft er á skjáinn!

The post LÚXUSPALLAR OG GEGGJUÐ TRIKK appeared first on Albumm.

ÞEKKTIR LISTAMENN ÚR ROKK OG RAPPHEIMINUM SENDA FRÁ SÉR LAG OG MYNDBAND

$
0
0

kronika

Hljómsveitin Kronika var að senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband en það ber heitið „Tinnitus Forte.“ Kronika er glæný sveit en liðsmenn hennar eru engnir nýgræðingar þegar kemur að tónlist! Meðlimir Kroniku koma öll úr þekktum sveitum en þær eru Reykjavíkurdætur, Sunnyside Road, Skálmöld og Dimma.

kronika-2

Erfitt er að skilgreina tónlistina enda koma þau öll úr sitthvorri áttinni, en úr verður skemmtilegur bræðingur, einskonar rapp og rokk. „Tinnitus Forte“ er titillagið af væntanlegri plötu Kroniku. Myndbandið er einkar glæsilegt en það er ljósmyndarinn Gaui H sem á heiðurinn af því.

http://gauih.com/

The post ÞEKKTIR LISTAMENN ÚR ROKK OG RAPPHEIMINUM SENDA FRÁ SÉR LAG OG MYNDBAND appeared first on Albumm.

HLJÓÐHEIMUR AYIA ER ÚTPÆLDUR OG SVÍNVIRKAR

$
0
0

ayia

Glænýja hljómsveitin aYia var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem ber heitið „Water Plant.“ Sveitin kemur frá Reykjavík og má lýsa tónlistinni sem einskonar blöndu af rafpoppi og ambient með silkimjúkum söng.

ayia-2

Það er auðvelt að dragast inn í hljóðheim aYia enda er hann án efa útpældur og þar af leiðandi svínvirkar! Það er Bedroom Community sem gefur lagið út en það er enginn annar en Valgeir Sigurðsson sem hljóðblandar og masterar lagið.

Sveitin kemur fram á Iceland Airwaves í ár og það verður gaman að fylgjast með þessarri forvitnilegu sveit í nánustu framtíð!

The post HLJÓÐHEIMUR AYIA ER ÚTPÆLDUR OG SVÍNVIRKAR appeared first on Albumm.

VIVID BRAIN OG KSF MALLA SAMAN EITRAÐAN KOKTEIL

$
0
0

vivid-22

Hljómsveitin KSF (Killer Sounding Frequencies) og rapparinn Vivid Brain leiða saman hesta sína í glænýju lagi og myndbandi sem nefnist „What´s Love.“ KSF bræður hafa verið afar duglegir við að gefa út efni síðan árið 2011 og fólk farið að taka eftir stílnum þeirra. Friðrik og Sigurjón (KSF) hittu Jón Magnús Arnarson (Vivid Brain) í miðbænum og fóru þeir að tala saman um tónlist og kom upp sú hugmynd að vinna saman.

„Það hefur verið langþráður draumur að vinna með Vivid Brain þar sem að við erum búnir að þekkjast í dágóðan tíma og jón er algjör goðsögn í rapp senunni á íslandi! Kappinn á heiðurinn af nokkrum bestu underground hip hop lögum sem gerð hafa verið „To Date” á íslandi og er ekkert lítið fær textasmiður og rappari og er það heiður að eiga núna lag með kappanum sem gekk líka svona helvíti vel upp!“ – Friðrik Thorlacius / KSF.

ksf1

KSF eru búsettir í Svíþjóð og var lagið unnið í gegnum netið og fljótlega kom í ljós að það væri ekkert annað í stöðunni en að skella í eitt stykki myndband. Vivid Brain á hugmyndina að myndbandinu og er mótleikari hans sem og klippari myndbandsins Sunneva Ása Weisshappel. Útkoman er einkar glæsileg!

Það má segja að þetta samstarf KSF & Vivid Brain sé búið að vekja kappann upp til lífsins og er alls ekki ólíklegt að það heyrist meira frá þeim félögum enda nóg til að vinna með!

Texti:

Vivid Barn, akarn, eigin bakhjarl
Hlæ að ofurhetjupussum enda sjálfur rappjarl
dans’ í gegnum daginn, breytist svo í nátthrafn
þetta bít er ekki ‘eina sem ég pounda taktfast
rough, rugged, raw, rytmi
drykkur, dans, daður, taxi
hlýja, losti, sexí, silki
snerting, flenging, hart, stórt
sá þig fyrr í kvöld renna af barstól
kjálki minn og tunga duttu on floor
drunken dance-devils í slo-mo
kleópötru kynþokki og Faraó
þetta verður farsælt eða hitt þó
bæði partíljón og alltof fokkin skapstór
bad boy, bad bitch rómó
en ég er til ef þú ert til, let’s go
óóó! svo sprakk allt upp
seldi minn skúnk og við snorkuðum duft
svömluðum saman, komumst aldrei á þurrt
rifumst og riðum og rock og roll rugl
þú varst alltaf sull, ég var alltaf staur
fokkin filthy rík þó við ættum aldrei einn aur
eins og seinn maur, skreið gegnum lífið
egó par excellance, risastór trítill
grændið og bítið, vændið og weedið
þegar þú gláptir var ég aldrei lítill
rímið og rúmið, tíminn og tómið
með þig í fanginu, I fuckin’ owned it
got thick and you had never blown it
quick spit before you get to hold it
blew up in your face but I learned to control it,
‘cause every moment with you is atonement
so, oh, bang to the beat, let’s blow, yo
up from head to toe
swing for the fence, don’t miss, don’t go
cause I’ll cover that distance quick, do slow
yeah you telling me you don’t know,
that I lust and love for you
live life and love for you
got me pondering why the fuck I never proposed to you, giiirrrlll…

(What’s love got to do with it..)

Hlýjan í hörkunni, hlýðnin í hasarnum
gullfallegt móment þegar hvorugt nær andanum
snerting rafmögnuð, engin fró í orðunum
fingur fara af stað og leika sér á endanum
förum bæði yfir um og endurtökum leikinn
herrann sér um hóruna og stúlkan sér um drenginn
berjum bassatrommuna og þenjum hjartastrenginn
hoppaði yfir búðarskenkinn, vildi ná í hunang
datt í mega munch, slurpaði poonani
biður mig um mikið meira meðan ég er að því
lengra, hærra, dýpra, nánar
á fjörur í fjarska og að botni sjávar,
þar sem blautsólin glitrar á margstrenda fiska og saltmettaða regndropa
hnokki og hnáta, hönd í hönd
herra sóði og frú subba kanna óþekk lönd
fæ ekkert rönd við reist, hversu lítið er við eina fjöl felldur
kveiktu í sígó fyrir okkur bæði, hér er eldur
þú ert mér meira virði en allt þó ég sé ofurseldur
og aðrar mega eiga sig, ég læt sem ég sé geldur
þó að ég sé stundum dauður drengur,
þá ert þú ekkert minna flækt heldur
og ég veit ekki alveg hvað veldur
og ég vildi að ég skildi það betur..

Af hverju við erum alltaf jafn óundirbúin fyrir ferðalagið,
gegnum okkar kaldlynda og hrjóstuga tilfinningavetur,
í stað þess að sitja umvafin hlýjum höndum allra eilífra frjálsra ásta,
með rafmagnaða fingurgóma og regnbogalit fiðrildi í maga,
í fjarska, víðáttumiklir akrar af svörtum rósum í blóma,
og lúðrar þeir gjörsamlega óma..
tíðnisvið tónlistarinnar tætir alla míkrafóna og gerir orð mín loks óþörf
svo ég heyri loks hjarta þitt slá slög,
þróa með mér tálkn og kafa djúpt í þína jörð
ætlum við í alvöru að sitja hérna og horfast í augu til eilífðar,
á meðan fortíðin étur okkur lifandi??
Ég trúi ekki að þá sé öll sagan sögð
Neita trúa því við munum aldrei eignast börn
Fokk!
Hvenær ætla ég að þegja, hætta að segja og fara gera
Elska meira og missa minna
Sakna þinna gáfna, brjósta, húmors og stinnra rasskinna
Veist af mér doin’ my thang
Væri voða næs að detta í nett geim..
Luv luv

(so, oh, bang to the beat..)

The post VIVID BRAIN OG KSF MALLA SAMAN EITRAÐAN KOKTEIL appeared first on Albumm.

SPÍTALI TÖFRAR FRAM FAGRA HÚSTÓNA

$
0
0

spitali

Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon (Sin Fang) skipa dúóið Spítali en þeir voru að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Schaffhausen.“ Spítali mallar saman fagra hústónlist en kapparnir hyggja á að gefa út fjögurra laga smáskífu á næstunni.

Nafn lagsins er tekið af uppáhalds borg þeirra félaga í Sviss en þar dvöldu þeir um tíma og léku á alls oddi! Myndbandið er unnið af Mána M. Sigfússyni hjá Undir en lagið er hljóðblandað af meistara Friðfinni Oculus.

The post SPÍTALI TÖFRAR FRAM FAGRA HÚSTÓNA appeared first on Albumm.

DANSÞÁTTUR ÞJÓÐARINNNAR PARTY ZONE ER Í BRJÁLUÐU STUÐI

$
0
0

ppp

Dansþáttur þjóðarinnar Party Zone er í brjáluðu stuði og er þátturinn annaðkvöld stútfullur af gæða stöffi! Einn afkastamesti plötusnúður landsins og þriðji umsjónarmaður þáttarins Símon FKNHNDSM mun eiga sett kvöldsins en hann er vanur að trylla lýðinn frá fyrstu nótu! Á undan Símon FKNHNDSM verður blastað nokkrum sjóðheitum lögum ásamt hinum ómissandi dagskrárlið Múmíu kvöldsins. (gömul klassík, t.d. topplag PZ listans fyrir 20 eða jafnvel 25 árum síðan).

party-2

Hinn rótgróni Pary Zone listi er fluttur mánaðarlega í þættinum og er hann valinn í samstarfi við helstu plötusnúða landsins. Þátturinn er öll laugardagskvöld á X-inu 977 kl 22:00 – 24:00
Hér fyrir neðan má hlýða á nýjasta listann!

The post DANSÞÁTTUR ÞJÓÐARINNNAR PARTY ZONE ER Í BRJÁLUÐU STUÐI appeared first on Albumm.


NÍUNDA MYNDBANDIÐ KOMIÐ Í HÖFN

$
0
0

crypto-1

Hljómsveitin Cryptochrome er að gera frábæra hluti um þessar mundir en sveitin var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Televised.“ Þetta er níunda myndbandið sem sveitin sendir frá sér á stuttum tíma sem telst afar gott!

crypto-2

Tónlist Cryptochrome minnir mann á köflum á listamenn eins og Dr. Octagon og Bomb The Bass en einnig má heyra áhrif frá breskri 90´s danstónlist! Umrætt lag er tekið af væntanlegri plötu Cryptochrome, More Human en það er Friðrik Guðmundsson sem leikstýrir myndbandinu og gerir hann það listarlega vel.

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband, hækkið og njótið!

http://cryptochrome.is/

The post NÍUNDA MYNDBANDIÐ KOMIÐ Í HÖFN appeared first on Albumm.

EGÓBOOST Í SVARTHVÍTU

$
0
0

ttt

KrisH og Rósi voru að senda frá sér brakandi ferskt myndband og lag sem nefnist Plöntur.  Kristján Hrafn Gíslason (KrisH) var að hlusta á lögin hanns Rósa og fannst mikið til hanns koma og hafði samband við kappann, skellt var í umrætt lag daginn eftir og myndbandið kom mjög fljótlega í kjölfarið. Lagið er ekki um neitt sérstakt bara svona egóboost! Segir KrisH. En myndbandið er í dekkri kantinum og segja þeir félagar að það hafi verið gert vísvitandi.

Við vildum hafa myndbandið svolítið dark og þess vegna er það tekið upp í myrkri og í svarthvítu. Það er ekki mikil saga á bakvið það en okkur finnst bara svo gaman að gera tónlist og myndböndKrisH.

skullz

Það eru Hollow Skullz sem gera taktinn en það eru þrír íslenskir strákar sem mynda þann hóp. Kapparnir herja á enn frekara samstarf og bíðum við spennt eftir framhaldinu!

The post EGÓBOOST Í SVARTHVÍTU appeared first on Albumm.

LJÓSMYNDIR FRÁ FRUMSÝNINGU THE FOURTH PHASE

$
0
0

redbull-14

Í gærkvöldi stóðu Albumm.is og Red Bull fyrir heljarinnar frumsýningu á snjóbrettamyndinni The Fourth Phase. Myndinni var streymt beint frá vefsíðunni Redbull.tv og var spennan í algjöru hámarki!

Stappað var út úr dyrum og voru allir helstu snjóbrettakappar landsins mættir til að berja myndina augum. Fyrir myndina yljaði Logi Pedro mannsskapnum með ljúfum tónum og gætti fólk sér að sjálfsögðu á Red Bull!

Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir frá herlegheitunum.

Ljósmyndir/Þorgeir Ólafsson.

redbull-36

redbull-35

redbull-34

redbull-33

redbull-32

redbull-31

redbull-30

redbull-29

redbull-28

redbull-27

redbull-26

redbull-25

redbull-24

redbull-23-copy

redbull-22

redbull-21

redbull-20

redbull-19

redbull-18

redbull-17

redbull-16

redbull-15

redbull-13

redbull-12

redbull-11

redbull-10

redbull-9

redbull-8

redbull-7

redbull-6

redbull-5-2

redbull-4

redbull-3

redbull-2

redbull-1

The post LJÓSMYNDIR FRÁ FRUMSÝNINGU THE FOURTH PHASE appeared first on Albumm.

BALBERT ALVIN TEKUR ÞIG Í GLÆFRALEGT FERÐALAG

$
0
0

balbert

Tónlistarmaðurinn Balbert Alvin var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist „Þetta er allt þitt.“ Lagið er tekið af væntanlegri EP plötu sem er væntanleg á næstunni. Balbert tók sér ágætis pásu frá tónlist eða síðan hann sagði skilið við hljómsveitina Lokbrá.

Það er greinilegt að sköpunargleðin er allsráðandi en umrætt lag er níu mínútur að lengd og tekur það hlustandann í glæfralegt ferðalag! Lagið og EP platan er tekið upp í Stúdíó Hljóðverk en það er Einar Vilberg sem annaðist upptökur.

Hér er á ferðinni frábært lag sem vert er að hækka í og njóta!

www.balbertalvin.com

The post BALBERT ALVIN TEKUR ÞIG Í GLÆFRALEGT FERÐALAG appeared first on Albumm.

Á HVAÐ ER ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON AÐ HLUSTA?

$
0
0

Þorgrímur Þráinsson hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli! Þorgrímur gerði garðinn frægan sem einn besti fótboltamaður landsins, bækur hanns hafa slegið í gegn og selst eins og heitar lummur en fyrir skömmu rataði hann í fréttirnar fyrir forsetaframboð sitt sem hann dróg svo til baka.

14572039_10154632575558750_1055841476_o

Þorgrímur er hluti af Íslensku menningarlífi og hefur almenningur oft á tíðum sterkar skoðanir á honum, hanns verkum og málefnum! En hvernig tónlist hlustar hann á? Þorgrímur sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta á um þessar mundir en hér fyrir neðan er hægt að hlusta á listann.

The post Á HVAÐ ER ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON AÐ HLUSTA? appeared first on Albumm.

Viewing all 2014 articles
Browse latest View live