Quantcast
Channel: Albumm
Viewing all 2014 articles
Browse latest View live

HEIÐRIK SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA „FUNERAL“

$
0
0

_MG_1605

Heiðrik, eða Heiðríkur eins og Íslendingar kalla hann, hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út á morgun þann 1. september. Platan er samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja. Samtals verða 10 lög á plötunni, órafmögnuð og knúin fram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks.

_MG_1632 (1)

Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólíst og grátbroslegt ferðalag þar sem gæta má áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar frá fyrri hluta síðustu aldar. Heiðríkur hefur verið borinn saman við aðra LGBT söngvara á borð við Anohni úr Antony and the Johnsons og Marlene Dietricht sökum þess hve margbrotinn rómur hans er á sama tíma og röddin er viðkvæm.

https://twitter.com/heidrik

The post HEIÐRIK SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA „FUNERAL“ appeared first on Albumm.


STORMZY, SÓLEY, BEN FROST OG 86 AÐRIR LISTAMENN BÆTAST VIÐ ICELAND AIRWAVES 2016

$
0
0

air

Í dag var loka tilkynning á þeim listamönnum sem fram koma á Iceland Airwaves hátíðinni 2016. Hátíðin er nú haldin, dagana 2. til 6. nóvember og verða listamennirnir alls um 220 talsins, þar af um 70 erlendar sveitir.

Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um að tryggja sér miða í tíma þar sem undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

A & E Sounds

Airwords

Ambátt

Amnesia Scanner (DE)

Árstíðir

Auðn

AVóKA

aYia

Beliefs (CA)

Ben Frost

Benny Crespo’s Gang

Berndsen

Coals (PL)

Crystal Breaks

Cyber

DALÍ

Die Nerven (DE)

Dikta

Dimma

Doomhound (DE)

Doomsquad (CA)

Dr. Spock

East of my Youth

Endless Dark

Epic Rain

Gaika (UK)

GlerAkur

Go Dark (US)

HAM

Hatari

Hausar

Helgi Jóns

Herra Hnetusmjör

Hinemoa

Hugar

Högni

Jafet Melge

Johanan (SE)

Jónas Sigurðsson&Ritvélar framtíðarinnar

Kaido Kirikmae & Robert Jurjendal (EE)

Kelsey Lu (US)

Kiasmos

Konni Kass (FO)

Kórus

Kosmodod

Krakk & Spaghettí

Kreld

Kristin Thora

Landaboi$

Lára Rúnars

Leyya (AT)

Lily the Kid

Ljóðfæri

Lord Pusswhip

Mælginn

Markús & The Diversion Session

Middle Kids (AU)

Mike Hunt

MOJI & THE MIDNIGHT SONS

Moses Hightower

Ólöf Arnalds

One Week Wonder

Oyama

Pavo Pavo (US)

Pertti Kurikan Nimipäivät (FI)

Prins Póló

Reptilicus

Rósa Guðrún Sveinsdóttir

Royal

Rvk DNB

SG Lewis (UK)

Shades of Reykjavik

Sigga Soffía & Jónas Sen

SiGRÚN

skelkur í bringu

Skrattar

Slow Down Molasses (CA)

sóley

Stafrænn Hákon

Stroff

Stormzy (UK)

SYKUR

Thunderpussy (US)

Tilbury

TRPTYCH

Una Stef

Útidúr

Valdimar

Wesen

The post STORMZY, SÓLEY, BEN FROST OG 86 AÐRIR LISTAMENN BÆTAST VIÐ ICELAND AIRWAVES 2016 appeared first on Albumm.

ELÍZA NEWMAN SENDIR FRÁ SÉR GLÆNÝTT LAG OG LEGGUR LOKAHÖND Á BREIÐSKÍFU SÍNA

$
0
0

coverart

Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músíktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni og samið allt frá pönki til óperu til eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix og þrjár sóló plötur sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis.

Þessa dagana er Elíza að leggja lokahönd á fjórðu sóló breiðskífu sína og kemur hún út með haustinu.

Lagið „Af sem áður var“ kemur út í dag 1.september hjá Lavaland Records og verður fáanlegt í netútgáfu um allan heim, þar á meðal tónlist.is, spotify og itunes. Einnig verður myndband við lagið frumsýnt á næstu dögum.

https://twitter.com/elizanewman

The post ELÍZA NEWMAN SENDIR FRÁ SÉR GLÆNÝTT LAG OG LEGGUR LOKAHÖND Á BREIÐSKÍFU SÍNA appeared first on Albumm.

NÝTT MYNDBAND SOFFÍU BJARGAR ER ÓÐUR TIL FYRSTU FRAMKOMU BÍTLANNA Í AMERÍKU

$
0
0

Soffía Björg

Tónlistarsíðan Consequence of Sound frumsýndi í gær glænýtt tónlistarmyndband Soffíu Bjargar við lagið „I Lie.“ Consequence of Sound er ein af fjórum áhrifamestu tónlistarsíðum heimsins í dag ásamt Billboard, Pitchfork og Rolling Stone.

Myndbandið við „I Lie“ var tekið upp fyrir nokkrum dögum og er nokkurskonar óður til fyrstu framkomu Bítlana í Ameríku í sjónvarpsþætti Ed Sullivan. Myndbandinu er leikstýrt af Melvin Krane & Associates.

Soffía Björg 2

Lagið „I Lie“ kemur út á heimsvísu á morgun föstudag. Þetta er fyrsta lagið sem Soffía Björg gefur út frá upptökuhrinu sem hún átti með tónlistarfólkinu Ingibjörgu Elsu Turchi, Kristofer Rodriquez Svönusyni, Pétri Þór Benediktssyni og breska upptökustjóranum Ben Hillier í Sundlauginni í febrúar og apríl á þessu ári. Ben Hillier hefur meðal annars stjórnað upptökum á plötum Blur, Elbow, Graham Coxon, Nadine Shah og Depeche Mode.

„I Lie“ hefur verið að fá góða dóma undanfarið hjá tónlistarpressunni eins og sjá má hér:

„This badass song is full of a whole lotta attitude, and you’ll dig it from the moment you press play.“ -Indie Shuffle

„Soffía Björg will release a debut album sometime soon, and if it contains songs as good as this then we might have a unique talent on our hands.“ -The Line of Best Fit

„If Soffia isn’t performing somewhere in a tent at Glastonbury next year then someone at the BBC isn’t doing their job and Michael Eavis will be gutted to have missed out …“ -Listen with Monger

http://soffiabjorg.com/

The post NÝTT MYNDBAND SOFFÍU BJARGAR ER ÓÐUR TIL FYRSTU FRAMKOMU BÍTLANNA Í AMERÍKU appeared first on Albumm.

SÝNINGIN SWEATER STORY OPNAR Í DAG Í EKKISENS

$
0
0

ýr

Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið að ýmisskonar textílverkefnum undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012 og lauk diplóma námi í textíl hönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík síðastliðið vor. Nokkrum dögum áður en hafist verður handa við að klára námið í Glasgow School of Art býður Ýr fólk velkomið á sína fyrstu einkasýningu, Sweater story, sem stendur opin í Ekkisens á Bergstaðastræti, 1 – 4. September.

Hugmyndin af Sweater story vaknaði út frá eldri Ýrúrarí peysuhugmyndum sem vantaði baksögu eða hlutverk í stærra samhengi. Leitin að bakgrunni peysanna vatt óvænt upp á sig og út frá þeim varð til saga um tvær peysur, sagða myndrænt í ellefu peysum. Sagan útskýrist best þegar allar peysurnar standa saman, en við opnun sýningarinnar verður svolítil opnunar athöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið.

Ein af ellefu peysunum

Þó hlutar verksins hafi verið í hugmyndabankanum frá árinu 2012 er verkið allt unnið sumarið 2016 af Ýri Jóhannsdóttur. Peysurnar í Sweater story eru í grunnin prjónaðar á heimilis prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaum og handprjónuðum stykkjum. Garnið í verkefninu er afgangs garn sem hefur safnast upp eftir önnur Ýrúrarí verkefni á undanförnum árum og er því blanda af ull, bómull og akrýl.

Opnunartímar Sweater story í Ekkisens, Bergstaðarstræti 25B :

  1. September 18:30 – 21:00 „Sweater story“ útskýrð í stuttri athöfn með orðum, hljóðum og dansi klukkan 18:30. Útgáfuhóf og léttar veigar í framhaldinu!
  2. September 15:00-19:00
  3. September 12:00-16:00 Mælt með að líta við á opnuna sýningarinnar TÆR á Listastofunni í JL húsinu kl 16:00!
  4. September 13:00-18:00

The post SÝNINGIN SWEATER STORY OPNAR Í DAG Í EKKISENS appeared first on Albumm.

„VIÐ VILJUM ALVÖRU STEYPTAN HJÓLABRETTAGARÐ Á ÍSLANDI“

$
0
0

skatepark 2 (1)

Hjólabretti, BMX og Hlaupahjól eru orðin afar vinsæl á Íslandi og fjölmargir stunda þessa iðju ef svo má að orði komast. Oft hafa þessar íþróttir verið litin hornauga og margir haldið að aðeins lýður stundi þetta. Raunin er önnur það er allskonar fólk sem stundar þetta og á öllum aldri.

Aðstaðan til að stunda hjólabretti á íslandi hefur alltaf verið í lakara lagi og alls ekki mikið gert fyrir þennan hóp. Barist hefur verið fyrir bættri aðstöðu í Reykjavík svo árum skiptir en lítið sem ekkert gerst, því miður!

skatepark 3 (1)

Víðsvegar um borgina má sjá palla frá fyrirtækinu Rhino en raunin er sú að þessir pallar eru engan vegin að virka og eru aldrei keyptir inn í samráði við fólkið sem stundar þetta. Það er 2016 og er ekki löngu kominn tími á að taka nágrannalönd okkar til fyrirmyndar og byggja alvöru steyptan hjólabretta og BMX garð á Íslandi!

Nú er komin af stað undirskriftarlisti um að byggja eitt slíkt í Kórahverfi en staðsetningin skiptir ekki höfuðmáli, þetta snertir okkur öll sem stundum þetta og foreldra þeirra. Það væri hægt að skrifa margar blaðsíður um þetta málefni en við látum þetta duga í bili.

Smellið á linkinn hér fyrir neðan, skrifum undir og komum þessu í framkvæmd!

https://okkar-kopavogur.betraisland.is/#!/post/6832

The post „VIÐ VILJUM ALVÖRU STEYPTAN HJÓLABRETTAGARÐ Á ÍSLANDI“ appeared first on Albumm.

CRYPTOCHROME ER AFAR AFKASTAMIKIL OG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

BRÖTT BREKKA ERU NOSTALGÍSKIR Á SINNI FYRSTU PLÖTU

$
0
0

BREKKA 2

Hljómsveitin Brött Brekka hefur verið starfandi í um tvö ár og má lýsa tónlist hennar sem bræðingi af Math, noise og indie rokki. Helstu áhrifavaldar hennar eru The Simpsons, Melvins, Minutemen, Polvo, Sonic Youth, Fugazi, Meat Puppets, Can, Black Flag, I’m being good, Charlottefield, Botnleðja, Kimono og Skátar svo fátt sé nefnt.

„Við erum ansi nostalgískir í fari og lifum lífi okkar mest á níunda og tíunda áratugnum. Við söknum stundum rokksenunnar á Íslandi, þótt margt gott sé nú að gerast, en hún mætti alltaf vera betri.“ – Hallvarður.

BREKKA

Sveitin sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu Vs. The Monorail og er gripurinn vægast sagt framúrskarandi! Alvöru sudda rokk með pung. Ef þú ert sannur rokkhundur ættir þú ekki að láta þessa plötu framhjá þér fara!

Brött Brekka eru: Hallvarður, gítar og vókall. Sturla: bassi og vókall og  Sigurður: trommur.

The post BRÖTT BREKKA ERU NOSTALGÍSKIR Á SINNI FYRSTU PLÖTU appeared first on Albumm.


RÍKISSTJÓRNIN SENDIR FRÁ SÉR RAPPLAG

$
0
0

ríkis

Rapp dúóið Ríkisstjórnin var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist „Föstudagskvöld.“ Það eru Daníel Johnsen og Jóhannes Patreksson sem skipa dúóið en Rúnar Ívars er  þeim til halds og traust í laginu.

Bassalína lagsins er afar grípandi en hún leiðir mann inn í takt óvissunnar sem svo grípur mann heljartökum!

Hér er á ferðinni skemmtilegt lag og gaman verður að fylgjast með þessum snillingum í framtíðinni.

The post RÍKISSTJÓRNIN SENDIR FRÁ SÉR RAPPLAG appeared first on Albumm.

HLJÓMSVEIT GULLA BRIEM EARTH AFFAIR FAGNAR NÝÚTKOMINNI PLÖTU

$
0
0

image1

Hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Earth Affair fagnar útgáfu plötunnar Liberté sem kom út nýlega með glæsilegum útgáfutónleikum í hjarta Reykjavíkur, Gamla Bíói þann 20. Október 2016. Þetta er þriðja sólóverkefni Gulla, en hann semur megnið af tónlistinni í samvinnu við Jökul Jörgensen ljóðskáld og bassaleikara. Þeim til fulltingis á tónleikunum verða Arnar Guðjónsson úr Leaves (gítar) og Magnus Johannesen (hljómborð).

EARTH AFFAIR (1)

Tónlist Earth Affair er magnþrungin, ambient skotin með klassísku ívafi. Roland Hartwell mun stjórna strengjakvartett sem leikur með Earth Affair á tónleikunum en ásamt þeim verður Eyþór Ingi Gunnlaugsson sérstakur gestur með sveitinni.

image2

Gulli Briem

„Gulli Briem’s, Earth Affair is excellent creative recorded work with stunning arrangements and original songs. I find his albums magical and inspiring“ – Steve Hackett (Genesis)

Hægt er að nálgast miða á Midi.is og kostar 4.900 kr inn.

http://earthaffair.com/

The post HLJÓMSVEIT GULLA BRIEM EARTH AFFAIR FAGNAR NÝÚTKOMINNI PLÖTU appeared first on Albumm.

TÍGRISDÝR, BLÁIR FISKAR OG FIÐRILDI

$
0
0

KRÍA 1

Tónlistarkonan Elísa Hildur Einarsdóttir eða Kría eins og hún kallar sig sendi á dögunum frá sér tvö lög og eitt myndband. Lögin heita „Parting“ og „Pressure“ en í dag sendi hún frá Sér myndband við það síðarnefnda.

Myndbandið er virkilega skemmtilegt og óhætt er að segja að mikið er um að vera í því! Í myndbandinu má sjá Tígrisdýr, bláa fiska og fiðrildi svo fátt sé nefnt.

The post TÍGRISDÝR, BLÁIR FISKAR OG FIÐRILDI appeared first on Albumm.

ÁRNI EHMANN SENDIR FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND

$
0
0

Version 2

Tónlistarmaðurinn Árni Ehmann sendi fyrir skömmu frá sér lagið „Dreaming Of This World“ en í gær kom út myndband við lagið. Kristján Þór Ingvarsson tók myndbandið upp en faðir Árna, Albrecht Ehmann hjálpaði til og lék einnig í myndbandinu.

 

The post ÁRNI EHMANN SENDIR FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND appeared first on Albumm.

VIBES GERA ALLT BRJÁLAÐ Á PALOMA Í KVÖLD OG EZEO & KRBEAR SENDA FRÁ SÉR NÝTT LAG

$
0
0

ezeo & krbear

Í kvöld Laugardag 3. september verður heldur betur slegið til veislu á efri hæðPaloma þar sem fagnað verður eins árs afmæli útvarpsþáttarins VIBES.

Þátturinn samanstendur af fimm plötusnúðum sem koma saman alla föstudaga frá kl.17 til 19 og spila tveggja tíma sett með því nýjasta í bland við gamalt úr heimi hús og techno tónlistar sem einkennist af rosalega góðum og jákvæðum straumum. Allt fer þetta fram á útvarpstöðinni FM Xtra 101,5.

vibes

„Þetta kvöld munum við spila okkar bestu tóna frá stofnun þáttarins og getum við lofað þéttum djúpum pakka í góðri stemmingu sem enginn ætti að láta fram hjá sé fara. Í leiðinni er þetta einnig kveðjupartý fyrir þá Erling(Ezeo) og Jón Friðgeir(Friðgeir) því þeir leggja land undir fót á næstu vikum til Berlínar í tónlistarnám. En þetta allt fer hinsvegar fram í hágæða Funktion One hljóðkerfi semPaloma hefur upp á að bjóða og það er frítt inn.“ – VIBES

Einnig var að koma út lagið „Might Forget“ og var það sett saman yfir eina helgi þar sem meðlimir ViBES þeir Ezeo & KrBear settu upp og „sömpluðu“ úr gömlu hip hop lagi. Vocall lagsins kemur úr rómantískum ljóðalestri frá engri annari en Madonnu og er útkoman djúpt og sexy house lag sem á eflaust eftir að koma mörgum í dansgírinn.

Lagið er nýkomið úr masteringu frá Serbíu og hægt að segja að útkoman er ansi þétt.

 

Hægt er að fylgjast nánar með Vibes hér:

https://soundcloud.com/dj-ezeo

https://soundcloud.com/krbear

https://soundcloud.com/t-mas-rsson

https://soundcloud.com/kesofficial

https://soundcloud.com/fridgeir

https://www.facebook.com/ViBESBringsTheTribes

https://www.mixcloud.com/GREATViBES/

https://www.instagram.com/WebringtheViBES/

The post VIBES GERA ALLT BRJÁLAÐ Á PALOMA Í KVÖLD OG EZEO & KRBEAR SENDA FRÁ SÉR NÝTT LAG appeared first on Albumm.

ALVIA ISLANDIA OG SAFÍRA SKIPA HLJÓMSVEITINA FELIS LUNAR OG SENDA FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG

$
0
0
Felis Lunar

Alvia Islandia og Safíra skipa hljómsveitina Felis Lunar og senda frá sér lagið „Felis Lunar.“

Hljómsveitirnar Felis Lunar og KSF hafa nú leitt saman hesta sína og gefið út lag saman sem nefnist einfaldlega „Felis Lunar.“ KSF þarf ekki að kynna fyrir dansþyrstum almúganum en Frikki og Sigurjón hafa verið að gera allt brjálað að undanförnu!

felis lunar 2

Alvia Islandia og Safíra (Arna Viktoría) skipa hljómsveitina Felis Lunar en hún er tiltölulega ný af nálinni. Umrætt lag er það fyrsta sem sveitin sendir frá sér og lofar það afar góðu!

Gaman verður að fylgjast með þessari nýju sveit en þangað til ýtið á play, hækkið og njótið!

 

The post ALVIA ISLANDIA OG SAFÍRA SKIPA HLJÓMSVEITINA FELIS LUNAR OG SENDA FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG appeared first on Albumm.

JÖKULL JÚLÍUSSON ÚR KALEO SPURÐUR SPJÖRUNUM ÚR

$
0
0

NEW YORK, NY - AUGUST 10: JJ Julius Son of the band Kaleo attends AOL Build Presents JJ Julius Son of the band Kaleo discussing their new album at AOL HQ on August 10, 2016 in New York City. (Photo by Matthew Eisman/Getty Images)

Hljómsveitin Kaleo er heldur betur búin að slá í gegn en sveitin er um þessar mundir á tónleikaferðalagi til að fylgja plötunni A/B eftir. Fyrir skömmu náði sveitin fyrsta sæti á Alternative Billboards listans í Ameríku, hefur komið fram í fjölda svo kölluðum „Talk Shows“ og spilað fyrir mörg þúsund manns út um allan heim.

Jökull Júlíusson eða „JJ Julis son“ eins og hann er kallaður vestan hafs var í viðtali í viðtalsþættinum Build Series sem er á vegum AOL í Ameríku. Þættirnir eru afar vinsælir en mörg af stærstu nöfnum skemmtanabransans hafa setið þar fyrir svörum.

Jökull er spurður um Ísland, sönghæfileikana og auðvitað hljómsveitina sjálfa. Hér er á ferðinni skemmtilegt viðtal sem veitir manni enn meiri innsýn inn í velgengni mosfellingana!

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

 

The post JÖKULL JÚLÍUSSON ÚR KALEO SPURÐUR SPJÖRUNUM ÚR appeared first on Albumm.


PÖNNUKÖKUR, GÖMUL KONA MEÐ SKEGG OG GRÍPANDI LAGLÍNUR

$
0
0

VIO 2

Hljómsveitin Vio var að senda frá sér frábært lag og myndband sem nefnist „Under The Glow.“ Sveitin vann músíktilraunir árið 2014 en einnig var Magnús Thorlacius valinn besti söngvarinn.

Vio sendi frá sér sína fyrstu plötu Dive In árið 2014 og fékk hún vægast sagt glimrandi viðtökur en hún var valin rokkplata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

VIO 1

Umrætt lag og myndband er virkilega flott en lagið grípur mann strax með framúrskarandi gítarhljóm og grípandi laglínum. Myndbandið er unnið af Eyk Studio og gera þeir það listarlega vel!

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband frá frábærri hljómsveit!

The post PÖNNUKÖKUR, GÖMUL KONA MEÐ SKEGG OG GRÍPANDI LAGLÍNUR appeared first on Albumm.

REYKJANDI RÓS, HE-MAN OG KÖKUR

$
0
0

MC BJÓR 2

Tónlistarmaðurinn Mc Bjór var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist Blossi. Mc Bjór er virkilega hress með skemmtilega texta og það er gaman hvað hann tekur sig ekki of alvarlega.

MC BJÓR

Myndbandið er hreint út sagt snilld og það er vel hægt að horfa á það aftur og aftur án þess að leiðast! Það eru Eyjólfur Jónsson og Róbert Sveinn Lárusson sem eiga heiðurinn af myndbandinu en kapparnir leisa það verkefni af stakri snilld!

The post REYKJANDI RÓS, HE-MAN OG KÖKUR appeared first on Albumm.

BANDARÍSKI VÍBRAFÓNLEIKARINN TED PILTZECKER Á CAFÉ ROSENBERG

$
0
0

Ted

Bandaríski víbrafónleikarinn Ted Piltzecker heldur tónleika á Cafe Rosenberg á morgun þriðjudaginn 6. september nk.. Ted á að baki gifturíkan feril sem víbrafónleikari, tónskáld og kennari. Hann var um árabil tónlistastjóri jazzhátíðarinnar í Aspen og hefur leitt eigin sveitir auk þess að leika með öðrum m.a. George Shearing, Jimmy Heath, Slide Hampton, Clark Terry, Rufus Reid, Lewis Nash.

Með Ted leika á þessum  tónleikum, saxófónleikarinn Ólafur Jónsson, Guðmundur Pétursson leikur á gítar, bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson og Scott McLemore leikur á trommur.

Tónleikarnir á Café Rosenberg hefjast kl. 21.00 og standa til kl. 23.00. Miðaverð kr. 2000 (enginn posi á svæðinu)

http://tedvibes.com/

 

The post BANDARÍSKI VÍBRAFÓNLEIKARINN TED PILTZECKER Á CAFÉ ROSENBERG appeared first on Albumm.

FALK KYNNIR SHAPEDNOISE ÁSAMT ULTRAORTHODOX OG AMFJ Á HÚRRA 7. SEPTEMBER

$
0
0

Shapednoise_R.Cleal_highres-2 2

Miðvikudaginn 7. September mun FALK standa fyrir tónleikum með ítalska raftónlistarmanninum og pródúser SHAPEDNOISE. Þetta verða fyrstu tónleikar hans á íslandi og munu ULTRAORTHODOX og AMFJ hita upp.

SHAPEDNOISE  er listamannanafn Nino Pedone sem býr að staðaldri í Berlín. SHAPEDNOISE startaði árið 2013 og gaf þá út kasettu í takmörkuðu upplagi með Hospital Productions sem er útgáfufyrirtæki í eigu Dominik Fernow, einnig þekktur sem Prurient/Vatican Shadow.  Stuttu síðar gaf hann út hið óvæga verk Until Human Voices Wake Us með Opal Tapes og fór þar með inn á nýjar brautir.

Á lokakvöldi tónlistahátíðarinna CTM í Berlín sem var skipulagt af RBMA, kom hann fram með bassa-díkonstruktúrunum Mumdance og Logos, (frá London) í verkinu „The Sprawl”. SHAPEDNOISE hefur unnið samvinnuverkefni meðal annars með Justin K Broadrick, Black Rain, og AnD og er þessa dagana að sameina krafta sína með Demdike Stare´s Miles Whittaker undir viðurnefninu Boccone Duro.

Fyrir utan að pródúsera er SHAPEDNOISE geðveikur plötusnúður og sem plötusnúður sýnir hann arfleið sína sem er upprunin frá hinu miskunarlausu sándi frá ólöglegu Evrópsku reifsenunni og róttæku jaðarsenu danstónlistar.  Settin hans ráfa inn í taktfasta teknó og hardcore samfellu (Acid/Teknó/Detroit Electro/Junge/Grime/ Idm/Hardcore) í bland við noise og abstrakt til að messa upp hljóðinu. Þó svo að segja megi að hann noti hljóðblöndunarsettið á óvenjulegan tilraunarsaman hátt þá vanrækir SHAPEDNOISE aldrei dansgólfið.

Ásamt Ascion og D. Carbone, startaði SHAPEDNOISE REPITCH Recordings (2013). Í framhaldi af því startaði hann ásamt fyrrnefndum nýrri plötuútgáfu Cosmos Rhythmatic, sem einbeindi sér að sjálfsprottinni abstract og noise hlið REPITCH. Cosmo Rhythmatic einbeittu sér að Architectural Noise, sem kannar möguleika hljóðorkunnar og rannsakar tæknilegu og málfræðilegu hliðar tónlistar. Fljótlega sameinaðist þeim fjölbreytilegur hópur listamanna sem hafði sérstakan áhuga á að skilgreina nýjar öfgar.

Shapednoise_R.Cleal_highres-6

SHAPEDNOISE hefur haft nóg á sinni könnu árið 2016 því að hann er að undirbúa útgáfu með plötuútgáfunni Type þar sem að Roly Porter og Rabit koma fram sem gestir.

Einnig hefur hann gefið til kynna að í framtíðinni sé hann að fara í samstarf með úrvali af Bass og Done forvígismönnum.

ULTRAORTHODOX, a.k.a. Arnar Már Ólafsson sem er einn helsti framúrstefnu raftónlistarmaður íslands, mun hita upp fyrir SHAPEDNOISE. ULTRAORTHODOX gaf út í maí síðastliðnum Alternative Histories, Vol. 1 og er að verða með þekktari raftónlistarmönnum á íslandi. AMFJ (Aðalsteinn Jörundsson) er einn af stofnendum FALK og blandan hans af raf- industrial-, og noisemúsík gera hann einstakan í raftónlistarheimi Íslands.

Tónleikarnir eru skipulagðir af músík og listahópnum FALK (Fuck Art Lets Kill). FALK hefur verið starfrækt síðan 2008 og hefur verið listasmiðja fyrir íslenska raftónlist og tilraunartónlist og hefur staðið fyrir útgáfu frá meðal annars, AMFJ, KRAKKBOT, AUXPAN, og ULTRAORHODOX. Þetta árið hefur FALK verið einstaklega framtakssamt og hefur gefið út efni eftir HARRY KNUCKLES, K. FENRIR og HEIDATRUBADOR og voru allar útgáfurnar lofaðar af hérlendum og erlendum gagnrýnendum.  FALK hefur einnig staðið fyrir og skipulagt tónleika og boðið heim erlendum raf-og tilraunatónlistarmönnum til að halda tónleika á Íslandi og þar má nefna PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR, CONTAINER og á þessu ári OPAL TAPES, RADIATOR GREYS and AGATHA. Þennan vetur stefnir FALK á að gefa út efni frá RIMAR TRAX og ThiZone, og einnig á dagskrá eru tónleikar með PERC (UK) og DAMIEN DUBROVNIK (DK)

Sjáið viðburðinn á Facebook hér https://www.facebook.com/events/687562711384809/

The post FALK KYNNIR SHAPEDNOISE ÁSAMT ULTRAORTHODOX OG AMFJ Á HÚRRA 7. SEPTEMBER appeared first on Albumm.

PLATAN A/B MEÐ KALEO KEMUR ÚT Á VÍNYL

$
0
0

kaleo v 2

Hljómsveitin Kaleo er heldur betur búin að slá í gegn en sveitin sendi frá sér breiðskífuna A/B fyrir skömmu. Platan hefur fengið glymrandi viðtökur og óhætt er að segja að drengirnir frá Mosfellsbæ eru á hraðri siglingu um þessar mundir!

kaleo vínyll

Þann 9. September næstkomandi kemur umrædd plata út á Vínyl og er það virkilegt gleðiefni fyrir marga. Eins og allir tónlistarunnendur vita er afar eigulegt að eiga gott safn af góðum vínyl plötum. Útgáfan verður einkar glæsileg en vínyllinn verður svartur og hvítur og ættu allir alvöru safnarar að næla sér í eintak.

Hægt er að forpanta vínylplötuna hér: http://store.warnermusic.com/atlantic-records/artists/kaleo/a-b-vinyl.html

The post PLATAN A/B MEÐ KALEO KEMUR ÚT Á VÍNYL appeared first on Albumm.

Viewing all 2014 articles
Browse latest View live