Quantcast
Channel: Albumm
Viewing all 2014 articles
Browse latest View live

HVAÐ ER RÚNAR ÓMARSSON Á KEXLAND AÐ HLUSTA Á?

$
0
0

Runar Ómarsson

Rúnar Ómarsson hefur verið á jaðrinum í fjölda ára sem partur af bretta og tónlistarmenningunni. Um tvítugt hóf hann innflutning á ýmsum brettavarningi og seldi ýmist úr bílskúr með vini sínum eða setti upp „pop-up” búðir og markaði sem síðan þróuðust í verslunina Týnda hlekkinn. Um árabil stóð Rúnar fyrir uppákomum sem tengdu saman bretta og tónlistarmenningu, m.a. bæði hjóla og snjóbrettamótum í Reykjavík og úti á landi þar sem bæði hljómsveitir og DJ’ar spiluðu sín sett á meðan brettasnillingar sýndi listir sínar.  Hópferðir Týnda hlekksins þar sem tugir og jafnvel á annað hundrað unglinga fóru saman út á land að renna sér saman og hlusta á tónlist voru stór partur af jaðarmenningu níunda áratugarins í Reykjavík og ógleymanlegar þeim sem í þær fóru.

rúnar ómarsson 2

Um árabil flutti Rúnar inn fjölda vörumerkja í bretta og streetwear geiranum en árið 2000  stofnaði hann ásamt Heiðu Birgisdóttur fyrirtækið Nikita Clothing sem á nokkrum árum varð gríðarlega vinsælt um allann heim, og velti vel á annann milljarð króna með sölu í yfir þrjátíu löndum í gegnum yfir þúsund sérverslanir fyrir bretti og streetwear. Nikita er vafalaust eitt þekktasta vörumerki sem frá Íslandi hefur komið. Árið 2011 seldu eigendur fyrirtækið úr landi og er það enn starfrækt með nokkrum krafti.

rúnar ómarsson 1

Síðan Nikita var selt hefur Rúnar m.a. komið að markaðssetningu Lauf Forks fjallahjólademparanna, en Rúnar hefur verið fjallahjólaiðkandi í yfir tuttugu ár og vann m.a. sem leiðsögumaður í slíkum túrum hjá Icebike Adventure síðasta sumar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í dag er Rúnar framkvæmdastjóri Kexland, sem er ferða og afþreyingarhluti Kex Hostel. Þar einbeitir hann sér að því að hámarka gleði þeirra gesta sem sækja Ísland heim, bæði þeirra sem gista á Kex en líka þeirra sem ættu að gista á Kex en þurfa að láta sig hafa að vera annarsstaðar, enda eingöngu pláss fyrir tvö hundruð gesti í einu hjá þeim á Skúlagötunni.

Hér fyrir neðan má hlusta á þau tíu lög sem Rúnar er að hlusta á um þessar mundir.

 

The post HVAÐ ER RÚNAR ÓMARSSON Á KEXLAND AÐ HLUSTA Á? appeared first on Albumm.


KYN SPILAR ROKK & RÓL

$
0
0

KYN 1

Hljómsveitin Kyn er tiltölulega ný af nálinni en sveitin var að senda frá sér lagið „Anxiety.“ Kyn spilar rokk og ról og það er á hreinu að kapparnir eiga eftir að vekja á sér enn meiri athygli í nánustu framtíð.

Sveitina skipa: Sveinn Óskar Karlsson/söngur og gítar, Daði Rúnarsson/Gítar, Tómas Leó Halldórsson/Bassi og Bjarki Steinn Aðalsteinsson/trommur.

Einnig fylgir laginu svokallað textamyndband.

The post KYN SPILAR ROKK & RÓL appeared first on Albumm.

FJORDWALKER SKAPAR RAFMAGNAÐ ANDRÚMSLOFT Í LUCKY RECORDS 7. SEPTEMBER

$
0
0

FJORDWALKER 3

Rússneski tónlistarmaðurinn Fjordwalker eða Alex Polianin eins og hann heitir réttu nafni hefur getið sér gott orð fyrir fallega og flotta elekróníska tónlist. Kappinn er nú staddur hér á landi en hann hefur haldið nokkra tónleika víðsvegar um landið. Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Akureyri er brot af þeim stöðum sem tónlistarmaðurinn hefur komið fram á en viðtökurnar hafa verið frábærar.

fjordwalker

7. September næstkomandi er röðin aftur komin að Reykjavík en 27. Ágúst síðatsliðinn kom hann fram á Extreme Chill kvöldi á Vínyl. Nú verður blásið til heljarinnar tónleika í plötubúðinni Lucky Records við Rauðarárstíg. Allir tónleikarnir er hluti af tónleikaferð hanns Few Seconds Tour.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl: 17:00

 

The post FJORDWALKER SKAPAR RAFMAGNAÐ ANDRÚMSLOFT Í LUCKY RECORDS 7. SEPTEMBER appeared first on Albumm.

SNORRI HELGASON SPILAR Á FYRSTU BLIKKTROMMU HAUSTSINS

$
0
0

snorri helgason ljósmynd Owen Fiene

Tónleikaröðin Blikktromman hefur nú sitt annað starfsár en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að setjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði.

blikktromman

Blikktromman er slegin fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar og er það tónlistarmaðurinn Snorri Helgason leikur á fyrstu tónleikum haustsins, miðvikudagskvöldið 7. september. Listamaðurinn gaf nýlega út sína fjórðu breiðskífu, Vittu til og sem hefur hlotið mikið lof og lagið „Einsemd“ verið mjög vinsælt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Meðal listamanna sem komu fram á síðasta ári voru Valdimar, Mr.Silla, Sóley, Sin Fang, Úlfur Eldjárn og Benni Hemm Hemm.

Í kjölfar tónleika Snorra Helgasonar munu eftirtaldir listamenn koma fram á Blikktrommunni á næstunni; Úlfur úlfur, President Bongo (Gus Gus) & The Emotional Carpenters og Dj flugvél Og Geimskip.

Hægt er að nálgast miða hér: http://harpa.is/dagskra/blikktromman-snorri-helgason

The post SNORRI HELGASON SPILAR Á FYRSTU BLIKKTROMMU HAUSTSINS appeared first on Albumm.

FUFANU ERU KOMNIR Í SPORTGALLANN

$
0
0

FUFANU

Rokkararnir í  Hljómsveitinni Fufanu voru að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Sports.“ Lagið er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar en Fufanu menn hafa verið á hraðri siglingu að undanförnu.

FUFANU 2

Sveitin hefur unnið með ekki ómerkari mönnum en Damon Albarn oft kenndur við Blur og Gorillaz og Nick Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs, ekki amarlegt það!

„Sports“ er virkilega draumkennt og töff lag og ætti það að fá hvern mann til að dilla sér og kinka kolli! Myndbandið er mikil snilld en þar má sjá fólk stunda allskonar íþróttir en herlegheitin eru tekin upp í einni töku!

The post FUFANU ERU KOMNIR Í SPORTGALLANN appeared first on Albumm.

PÖNK Í ANDA ÁTTUNDA ÁRATUGARINS Í BLAND VIÐ KLASSÍSKT ROKK

$
0
0
inzerios ljósmynd Gaui H 2

InZeros. Ljósmynd/Gaui H.

Hljóðvers verkefnið InZeros spilar blöndu af pönki frá áttunda áratugnum og klassísku rokki en út var að koma lagið „Dead Things.“ Umrætt lag hefur mótað stíl InZerios og hefur stefnan smátt og smátt myndast.

inzerios ljósmynd Gaui H

Ljósmynd/Gaui H.

Öll lög og textar InZeros eru samin af Tracy Crimson en fjölmargir koma að upptökunum og má þar helst nefna: Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson – Trommur, Karen Ýrr Bragadóttir Hjaltested og Bjarmi Árdal Bergsteinsson – Bakraddir og Tracy Crimson spilar á gítar, bassa og syngur.

https://play.spotify.com/artist/1JSz2s7gzVxdg457oEPaZh

The post PÖNK Í ANDA ÁTTUNDA ÁRATUGARINS Í BLAND VIÐ KLASSÍSKT ROKK appeared first on Albumm.

SIN FANG, JÓNSI ÚR SIGUR RÓS OG ALEX SOMERS GANGA UM GÖTUR LOS ANGELES

$
0
0

sin fang

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon eða Sin Fang eins og hann kallar sig sendir frá sér plötuna Spaceland 16. September næstkomandi. Það er hið frábæra þýska plötuútgáfa Morr Music sem gefur plötuna út og ríkir mikil eftirvænting eftir gripnum.

Fjölmargir listamenn koma fram á plötunni og má þar helst nefna Jónsi (Sigur Rós), Sóley, Jófríður Ákadóttir (Pascal Pinon og Samaris) og Farao svo sumt sé nefnt. Platan er tekin upp í Reykjavík og í Los Angeles og óhætt er að segja að útkoman sé virkilega glæsileg!

sin fang 2

Fyrir skömmu kom út kynningarmyndband fyrir plötuna en þar má sjá Sindra, Jónsa og Alex Somers í hjóðverinu, ganga um götur Los Angeles og spila tölvuleiki svo fátt sé nefnt. Eftir að hafa horft á myndbandið er komið fiðrildi í magann og ríkir nú enn meiri spenna eftir gripnum góða!

Fyrir þá sem vilja forpanta plötuna geta gert það hér: https://anost.net/en/Products/Sin-Fang-Spaceland/

Hér fyrir neðan má sjá kinningarmyndbandið:

The post SIN FANG, JÓNSI ÚR SIGUR RÓS OG ALEX SOMERS GANGA UM GÖTUR LOS ANGELES appeared first on Albumm.

INDRIDI FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND Á ALBUMM.IS

$
0
0

indridi

Tónlistarmaðurinn Indridi (Indriði Arnar Ingólfsson) sem margir kannast við úr hljómsveitinni Muck var að senda frá sér breiðskífuna Makríl. Platan kemur út á vegum New York útgáfunnar Figureight Records og er hún komin á Spotify og Itunes, en Vínylplatan er væntanleg til landsins 17. September næstkomandi.

Albumm.is frumsýnir glænýtt myndband við lagið „Dreamcat“ sem er tekið af umræddri plötu. Afi hanns Indriða á heiðurinn af 8mm klippunum í myndbandinu en hann tók þær upp þegar hann og fjölskyldan hanns fluttu til Oakland í Kaliforníu.

Albumm.is náði tali af Indriða og svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum.

Er platan búin að vera lengi í vinnslu og var hún erfið í fæðingu?

Platan var tekin upp nokkuð hratt, fór í stúdíó í upstate New York og tók mest allt upp á tíu dögum, restina tók ég svo upp smám saman hér og þar og heima á íslandi eftir að ég kom heim. Hinsvegar lenti ég dálítið í því að fyrirtæki væru að sýna henni áhuga og draga mig dálítið á asnaeyrunum, segjast ætla að vinna með mér en hættu svo við eftir að ég hafði beðið eftir þeim mánuðum saman, svo loksins vildu Figureight gefa þetta út! Þau voru bara nýbyrjuð og fyrirtækið nýstofnað svo það tók allt sinn tíma. Hins vegar er ég á réttum stað núna til þess að vinna að þessu með alúð svo það er kannski bara fyrir bestu hversu hæg fæðingin var.

indridi 2

Nú ert þú einnig í hljómsveitinni Muck. Hvort er betra að semja tónlist einn eða í hljómsveit?

Að semja tónlist einn er bara eitthvað allt annað og ég hef alltaf gert það samhliða því að semja með MUCK, það er miklu skemmtilegra að semja með öðru fólki og vinna hratt, skjóta hugmyndum inn hratt og koma hve öðrum á óvart. Það er eins og lagið skapi sig sjálft í slíku ferli. Hins vegar fæ ég útrás fyrir annarslagar nördaskap þegar ég sem einn, og get legið yfir smáatriðum sem að heilla mig en eitthver annar myndi kannski ekkert nenna að pæla í því.

Á að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi?

já eitthvað, ég er úti í New York núna að kynna plötuna aðeins, búinn að spila á fimm tónleikum í allskonar aðstæðum.

indridi plata

Hvað er framundan hjá þér?

Ég er að fara að vinna í upptökum hérna með nokkrum einstaklingum sem ég elska, og svo ætla ég bara að flytja aðeins til Berlínar! Ég komst inní smá lærlingstöðu þar. Þar ætla ég að reyna að vera duglegur að spila og færa mig uppá skaftið, svo bara taka upp nýja plötu einn, tveir, og pronto! Leyfa tónlistinni að gleypa mig algjörlega!

Hægt er að kaupa plötuna hér: http://www.figureightrecords.com/releases/indridi-makril

https://soundcloud.com/indridi/sets/makril

 

The post INDRIDI FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND Á ALBUMM.IS appeared first on Albumm.


REYKJAVÍK X ROSES BLÆS TIL HELJARINNAR SHOWROOM Í SMASH Í KRINGLUNNI Í KVÖLD

$
0
0

Davíð Antonsson úr hljómsveitinni Kaleo rokkar hér óútgefinn hlírabol frá Reykjavík X Roses.

Íslenska fatamerkið Reykjavík X Roses blæs til heljarinnar partý í kvöld í versluninni Smash í kringlunni en það er svokallað Showroom. Kynnt verður ný lína frá fyrirtækinu en mikill hiti hefur verið í kringum Reykjavík X Roses að undanförnu.

14287660_1293943843972501_767145762_n

Það má búast við brjálaðri stemmingu í kvöld en dagskráin er sko alls ekki af verri endanum! Aron Can, Herra Hnetusmjör og Egill Spegill halda uppi fjörinu og verða léttar veitingar í boði!

Skelltu þér í Smash í kvöld en herlegheitin byrja stundvíslega kl 18:00 og stendur til kl 21:00

https://www.instagram.com/reykjavikxroses/

The post REYKJAVÍK X ROSES BLÆS TIL HELJARINNAR SHOWROOM Í SMASH Í KRINGLUNNI Í KVÖLD appeared first on Albumm.

TÓNSMIÐJU KÍTÓN LÝKUR Á FÖSTUDAGINN MEÐ HELJARINNAR TÓNLEIKUM

$
0
0

00028.Still066

Tónsmiðja KÍTON stendur nú yfir á Hvammstanga, þar sem koma saman sex tónlistarkonur og semja saman í pörum lög og texta yfir viku, sem lýkur með tónleikum föstudaginn 9. september, þar sem afrakstur vinnunnar fær að njóta sín.

Ásbjörg Jónsdóttir

Ásbjörg Jónsdóttir

Tónlistarkonurnar eru:

Ásbjörg Jónsdóttir.

Ásbjörg Jónsdóttir er tónskáld, píanóleikari og söngkona en hún lauk BA námi í tónsmíðum vorið 2014 frá Listaháskóla Íslands.  Í haust mun hún hefja meistaranám í tónsmíðum við sama skóla. Ásbjörg hefur samið ýmis konar tónlist, þar á meðal fyrir Dómkór Reykjavíkur, Duo Harpverk, Elektra Ensemble og Dúo Kolka auk þess sem tónlist hennar hefur verið  flutt af Foot in the Door Ensemble.

Undanfarin tvö ár hefur Ásbjörg verið verkefnastjóri og tónskáld fyrir verkefnin Akranesviti: Rými til tónsköpunar og Ný íslensk tónlist fyrir barnakóra. Þá hefur Ásbjörg stundað nám við Tónlistarskóla FÍH í jazzpíanó og jazzsöng auk þess að stjórna barnakór í Guðríðarkirkju.

Ingibjörg-Turchi mynd

Ingibjörg Turchi

Ingibjörg Elsa Turchi.

Ingibjörg Elsa Turchi er fjölhæf tónlistarkona með bassaleik að fyrsta hljóðfæri. Hún spilar í hinum ýmsu verkefnum, en þar má nefna; Babies flokkinn, Soffíu Björgu, Boogie Trouble, Teit Magnússon og hefur hún spilað inn á allnokkrar plötur, þ.á.m, nýjustu plötur Ylju og Bubba Morthens.

Einnig var hún tónlistarstýra á hátíðartónleikum Kítón þann 19. júní 2015 sem voru haldnir í Eldborgarsal í Hörpu við góðar unirtektir.

Ingibjörg hefur lagt stund á hljóðfæranám frá unga aldri og hefur hún lært á píanó, gítar, harmonikku og síðar rafbassa í tónlistarskóla FÍH.

Ingibjörg er kennari og í skipulagsteymi Stelpur rokka! en hún hefur tekið þátt í því verkefni frá stofnun þess hér á landi.

Ingunn Huld

Ingunn Huld

Ingunn Huld.

Ingunn Huld lagði stund á jazzsöng við Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vorið 2013. Í nóvember 2015 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, Fjúk, sem inniheldur ellefu frumsamin lög og texta.

Þrátt fyrir mikinn áhuga á jazzmúsík hefur Ingunn Huld mestmegnis samið popp- og þjóðlagatónlist.

Unnur Birna

Unnur Birna

Unnur Birna Björnsdóttir.

Unnur Birna tók framhaldspróf á fiðlu frá Tónlistarskólanum á Akureyri 2005 og útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH 2011 úr jazzsöng og kennaradeild. Hún hefur tekið þátt í mörgum leiksýningum m.a. hjá Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og sjálfstæðum leikhópum ýmist sem hljóðfæraleikari, söngkona eða leikkona. Hún hefur komið víða fram og spilað inn á fjöldamargar upptökur með mörgum mismunandi tónlistarmönnum.

Hún gaf frá sér myndband við lagið ,,Sober“ sem ferðast hefur um heiminn sem upphitunaratriði fyrir tónleika Ian Anderson úr Jethro Tull, og er kvenhlutverkið í nýrri rokkóperu um Jethro Tull, samin af Ian Anderson.

unnur sara - high res

Unnur Sara

Unnur Sara Eldjárn.

Unnur Sara Eldjárn útskrifaðist sem söngkona úr Tónlistarskóla FÍH vorið 2015.

Á sama tíma gaf hún út sína fyrstu sólóplötu sem ber einfaldlega nafnið „Unnur Sara“. Lögin og textarnir eru öll eftir Unni Söru en tónlistinni má lýsa sem popptónlist undir áhrifum frá jazz og rokktónlist. Platan fékk góðar viðtökur og vakti athygli fyrir sérstaka rödd  Unnar, grípandi laglínur og vandaða texta.

Unnur Sara hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum í gegnum tíðina og má þar til dæmis nefna flutning á lögum eftir franska söngvaskáldið, Serge Gainsbourg.

Unnur Sara skipar einnig helming nýstofnaðrar hljómsveitar sem heitir Sprezzatura og flytur dansvænt rafpopp.

Þóra Björk

Þóra Björk

Þóra Björk Þórðardóttir.

Þóra Björk gaf út geislaplötuna I Am a Tree Now árið 2009 með eigin lögum og textum. Hún fékk ágætar viðtökur og fína gagnrýni. Platan Care for a Cover, Lover? er næstum tilbúin, einungis á eftir að fullvinna coverið. Þóra lauk burtfararprófi í djasssöng árið 2007 frá Tónlistarskóla FÍH og BA-gráðu í tónsmíðum vorið 2014 frá Listaháskóla Íslands. Útskriftarverkefni hennar var Regnbogasaga: Ævintýri í orðum og tónum, í flutningi stórrar kammerhljómsveitar, einsöngvara og blandaðs kórs. Þóra lauk meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands vorið 2016 auk þess sem hún gaf út bókina Tímaskekkjur ásamt samnemdum sínum. Hún á eina dóttur.

Það þarf vart að taka fram hér hversu mikilvægt þetta verkefni er íslenskum tónlistarkonum og senunni almennt – sýnileiki, innsýn í vinnu þeirra og sköpun, virðingu fyrir starfi þeirra – svo ekki sé talað um það tengslanet og stuðningsnet sem byggist upp fyrir konur, og styður þær í að semja enn meira.

Harpa Fönn verkefnastjóri og varaformaður KÍTÓN

Harpa Fönn Verkefnastjóri og varaformaður Kítón

Yfir vinnuvikuna hafa tónlistarkonurnar mestmegnis dvalið í félagsheimilinu ÁSbyrgi á Laugarbakka, og unnið myrkranna á milli, en þess á milli hafa konurnar heimsótt leikskólann, tónlistarskólann, farið í jóga, farið á selasetrið, heimsótt menningarfélagið og samtök sveitarfélagsins, kynnst fjölmörgum heimamönnum og verið afar sýnilegar hér í bæjarfélaginu. Þess má einnig geta að það er mikilvægt fyrir KÍTÓN að ráða heimamenn í verkefnið líka, og skila þannig tekjum til baka inn í skapandi geirann hér á Hvammstanga. Til að mynda er hljóðmaður og kerfi fengið héðan, sem og ljósmyndari. Að auki mun tónlistarkonan Stella frá Tjörn á Vatnsnesinu koma fram með stelpunum á tónleikunum, sem verða á föstudagskvöldinu 9. september, en þar mun hluti af afrakstri tónsmiðjunnar vera fluttur.

00028.Still073

Allt ferlið hefur verið kvikmyndað og úr efninu verður unnin heimildarmynd (um 40 min á lengd), sem verður sýnd í sjónvarpinu í vetur.

Hér fyrir neðan má sjá viðburðinn á Facebook.

https://www.facebook.com/events/164300087332897/

The post TÓNSMIÐJU KÍTÓN LÝKUR Á FÖSTUDAGINN MEÐ HELJARINNAR TÓNLEIKUM appeared first on Albumm.

OVERGROUND ENTERTAINMENT BLÆS TIL HELJARINNAR RAPP TÓNLEIKA Á GAUKNUM

$
0
0

overground

Overground Entertainment mun halda sína aðra tónleika á Gauknum Laugardaginn 10. september. Fram koma: Valby Bræður, Krakk & Spaghettí, Holy Hrafn, Rímnaríki,KrisH og  DJ Bricks sér um skífuþeytingar. Einnig verður svokallað open mic en þá má hver sem er grípa í míkrafóninn og láta í sér heyra.

Overground Entertainment hélt sitt fyrsta kvöld í síðasta mánuði þar sem m.a. Alexander Jarl og Þriðja hæðin komu fram auk þess sem enginn annar en Gísli Pálmi kom fólkinu á óvart með leynigestainnkomu.

Það má búast við heljarinnar veislu næstkomandi laugardagskvöld!

Húsið opnar kl 21.00 og hefast tónleikarnir stundvíslega kl 22:00 og kostar litlar 1.000 kr inn!

Hér má sjá viðburðinn á Facebook https://www.facebook.com/events/140796643035144/

The post OVERGROUND ENTERTAINMENT BLÆS TIL HELJARINNAR RAPP TÓNLEIKA Á GAUKNUM appeared first on Albumm.

TILRAUNASTOFAN ER NÝ TÓNLEIKARÖÐ Á ÖLHÚSINU –ÖLSTOFU HAFNARFJARÐAR

$
0
0

ÖLHÚSIÐ

Þann 15. september næstkomandi hefur göngu sína tónleikaröðin Tilraunastofan á ÖlhúsinuÖlstofu Hafnarfjarðar. Markmiðið verður að bjóða upp á ferska og öðruvísi tóna úr hinum ýmsu hornum íslensku tónlistarsenunnar.

Stefnt er á að draga fram tilraunaglösin og hinar ýmsu mixtúrur fram einu sinni í mánuði, allt eftir því hvernig tilraunirnar heppnast.

einar indra kemur frá á tónleikunum

EinarIndra kemur fram á tónleikunum.

Á fyrsta kvöldinu 15. september koma fram:

Einar Indra, AKA Sinfónían og Dj Microwave Landing System.

Frítt er inn á viðburðinn.

The post TILRAUNASTOFAN ER NÝ TÓNLEIKARÖÐ Á ÖLHÚSINU – ÖLSTOFU HAFNARFJARÐAR appeared first on Albumm.

NÚLLIÐ VERÐUR AÐ PÖNKSAFNI ÍSLANDS

$
0
0

PÖNKS

Gömlu klósettin í Bankastræti eða „Núllið“ eins og það heitir hafa staðið auð um árabil en nú verður breyting á því! Guðfinnur Karlsson oft kenndur við hljómsveitina Dr. Spock, Dr Gunni, Axel Hallkell Jóhannesson og Þórdís Claessen hafa tekið höndum saman og ætla að opna þar Pönksafn Íslands.

Klósettin frægu voru opnuð árið 1930 en hafa ekki verið í notkun síðan frá árinu 2006. Safnið mun fara yfir sögu pönksins á Íslandi en einnig verður þetta svokölluð tíðarandasýning. Nú fer fram mikil leit að allskyns munum og miðla þeir til almennings um aðstoð.

Stefnt er að því að opna safnið í nóvember eða í sömu viku og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram.

The post NÚLLIÐ VERÐUR AÐ PÖNKSAFNI ÍSLANDS appeared first on Albumm.

DJ MARGEIR OG OCULUS TRYLLA LÝÐINN Á PALOMA Í KVÖLD

$
0
0

margeir oculus2

Í kvöld Fimmtudaginn 8. september ætla þeir Dj Margeir og Oculus ad koma saman á skemmtistaðnum Paloma og halda veislu fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur!

Dj Margeir er búinn að vera grafa upp gamlar og nýjar perlur úr plötusafninu sínu og ætlar hann að spila sérstakt Vínyl sett sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Oculus ætlar að taka með sér alla samplerana og synthana og framreiða allskonar framúrstefnuleg hljóð og takta, ásamt því að spila glænýtt frumsamið efni sem hann hefur verið að vinna að í studíóinu að undanförnu.

Húsið opnar kl 22:00 og standa herlegheitin til kl 01:00

Frítt er inn!

 

The post DJ MARGEIR OG OCULUS TRYLLA LÝÐINN Á PALOMA Í KVÖLD appeared first on Albumm.

VILT ÞÚ VINNA GOPRO HERO 4 SESSION? TAKTU ÞÁ ÞÁTT Í LEIKNUM

$
0
0

gopro hero 4 session 1 (1)

Albumm.is og Gopro Ísland standa fyrir allsherjar myndbandskeppni! Þetta er alls ekki flókið en það eina sem þú þarft að gera er að taka upp myndband, senda það inn og þú gætir unnið Gopro Hero 4 Session.

Ekki skiptir máli hvað myndbandið er tekið upp á, ekki skiptir máli hvað það er langt og ekki skiptir máli af hverju það er. Auðveldara getur það ekki verið! Ýttu á rec, sendu myndbandið inn og þú ert komin í pottinn en dregið verður úr leiknum miðvikudaginn 28. September.

Við mælum eindregið með að þið tékkið á forritunum Splice og Quik til að vinna myndböndin en það er virkilega auðvelt og flott! Skoðið það nánar hér https://shop.gopro.com/EMEA/softwareandapp/

Linkur á leikinn er hér: https://www.facebook.com/albumm.islensktonlist/app/403834839671843/?ref=page_internal

The post VILT ÞÚ VINNA GOPRO HERO 4 SESSION? TAKTU ÞÁ ÞÁTT Í LEIKNUM appeared first on Albumm.


FRAMINN VERÐUR GJÖRNINGUR Í BAKGARÐI

$
0
0
Hulda og Lilla

Hulda og Lilla

Listakonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Áslaug Lilla Leifsdóttir fremja gjörning í bakgarði listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5, laugardaginn 10. september. kl. 16.00. Viðburðurinn er hluti af myndlistarsýningu þeirra „Uppskera“ sem stendur yfir í Gallerýi Ófeigs á sama stað til 21.september.

Málverk eftir Huldu

Sýningin Uppskera er önnur í sýningaröð listakvennanna Áslaugu Lillu Leifsdóttur og Huldu Vilhjálmsdóttur og framhald af sýningunni „Vorið Hlær.“ Hún er tileinkuð erótíkinni sem myndast í samruna fallinna laufa og blautlegum undirbúning komandi kuldatíðar. Þar sem hinir skæru litir heyja baráttu við fullþroska liti jarðarinnar og leggja hvíldarslikju uppskerunnar á æsingageisla sumarsins.

„Konan með brúnu hendurnar er farin inn í skóg. Hún hefur falið sig þar umlukin gróðri og vatni. Hún talar við karlfugl sem liggur nautnalegur í blautum mosa. Hann er með bringuna fulla af berjum og sigurvíman sligar gang, hann fagnar hausti. Karlfuglinn og konan deila sigri þess að hafa lifað sumarið af.“

The post FRAMINN VERÐUR GJÖRNINGUR Í BAKGARÐI appeared first on Albumm.

KALEO VORU HRIKALEGA FLOTTIR HJÁ JIMMY KIMMEL Í GÆRKVÖLDI

$
0
0

kimmel

Hljómsveitin Kaleo kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi og tóku þeir lögin „No Good.“ og „Way Down We Go“. Jimmy Kimmel er einn stærsti spjallþáttarstjórnandi bandaríkjanna og því ekkert slor að koma þar fram.

Sveitin er á stanslausri uppleið um þessar mundir og er hún á góðri leið með að verða ein stærsta hljómsveit heims! Íslensku strákarnir úr Mosfellsbæ eru nú á tónleikaferðalagi til að fylgja plötunni A/B eftir en á morgun koma þeir fram á Indie Jam 2016 í Oceanside í Kalíforníu.

Strákarnir voru hrikalega flottir á sviðinu hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fengu áhorfendurnir Íslenskt rokk beint í æð!

http://www.officialkaleo.com/

The post KALEO VORU HRIKALEGA FLOTTIR HJÁ JIMMY KIMMEL Í GÆRKVÖLDI appeared first on Albumm.

TÖFFARI Á VESPU, BYSSUR OG FORLÁTA HÚSBÍLL

$
0
0

meyvant

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant var að senda frá sér brakandi ferkst myndband við lagið „Beat Silent Need.“ Myndbandið er einkar fjörugt og skemmtilegt en þar má sjá forláta húsbíl, töffara á vespu og riffla svo fátt sé nefnt.

Júníus Meyvant er orðinn einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar en hvert mannsbanrn hefur hummað lögin Color Decay og Neon Experience.

Hannes Þór Arason leikstýrir myndbandinu og gerir hann það listarlega vel!

http://juniusmeyvant.com/

The post TÖFFARI Á VESPU, BYSSUR OG FORLÁTA HÚSBÍLL appeared first on Albumm.

ÍSLENSKIR HJÓLABRETTAKAPPAR RÚLLA UPP FÆLLEDPARKEN Í DANMÖRKU

$
0
0

Daði Snær. Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

Á dögunum héldu fjölmargir Íslenskir hjólabrettakappar leið sína til Danmerkur en það var til að fylgjast með og taka þátt í hjólabrettakeppninni CPH Open. Skeitað var á hverjum degi og að sjálfsögðu var kíkt í Fælledparken sem er einn stærsti og besti hjólabrettagarður Danmerkur.

Daði Snær. Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

Ásgeir Þór Þorsteinsson kíkti til Danmerkur og að sjálfsögðu tók hann kameruna með og úr varð eitt stykki myndband.

Þeir sem koma fram í myndbandinu eru: Sigurđur Ómarsson, Ólafur Benediktsson, Hilmar Þór Hreinsson Dađi Snær Haraldsson, Sigurđur Rósant og að sjálfsögðu Ásgeir Þór Þorsteinsson.

Hér er á ferðinni virkilega skemmtilegt myndband og djöfull eru íslensku skeitararnir að massa þetta!

http://cphopen.com/2016-2/

The post ÍSLENSKIR HJÓLABRETTAKAPPAR RÚLLA UPP FÆLLEDPARKEN Í DANMÖRKU appeared first on Albumm.

BISTROBOY FANGAR FALLEGAN HLJÓÐHEIM Í NÝJU LAGI

$
0
0

BISTROBOY 2

Tónlistarmaðurinn Frosti Jónsson eða BistroBoy eins og hann kallar sig var að senda frá sér „Vorkoma.“ Í Október næstkomandi sendir BistroBoy frá sér plötuna Svartir Sandar og er umrætt lag tekið af henni. Það er Íslenska raftónlistarútgáfan Möller Records sem gefur plötuna út, alls ekki amarlegt það!

BISTROBOY

BistroBoy er afar lúnkinn lagasmiður en hann fangar hlustandann með grípandi laglínum og einkar fallegum hljóðheim. Við bíðum spennt eftir plötunni en þangað til látum við Vorkoman hljóma í eyrum okkar.

http://bistroboy.net/

http://mollerrecords.com/

The post BISTROBOY FANGAR FALLEGAN HLJÓÐHEIM Í NÝJU LAGI appeared first on Albumm.

Viewing all 2014 articles
Browse latest View live