Quantcast
Channel: Albumm
Viewing all 2014 articles
Browse latest View live

ELTA DRAUMANA Á MEÐAN ÞAU LIFA Á FORELDRUM SÍNUM

$
0
0

Special-K er listamannanafn Katrínar Helgu Andrésdóttur sem er þekktust fyrir að spila með hinni víðfrægu Sóley, tilheyra hinu umdeilda feminíska hip hop gengi Reykjavíkurdætur og vera í draumkenndu jaðarpopps hljómsveitarinni kriki. Á þessu ári er hún að vinna að sinni fyrstu sólóplötu sem mun heita I Thought I’d Be More Famous by Now eða Ég hélt ég myndi vera frægari núna.

Textarnir hennar fjalla um að tilheyra aldamóta-kynslóðinni þar sem allir virðast þjást af kvíða, hvorutveggja of háu og of lágu sjálfstrausti á sama tíma, eru að berjast við að elta draumana sína á meðan þau lifa á foreldrum sínum, eiga ekki séns á fasteignamarkaði en njóta á sama tíma fáránlegra forréttinda.

Fágunin í klassískum bakgrunni hennar mætir pönk viðhorfinu: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Hún spilar á allskyns hljóðfæri, allt frá bassa að blokkflautu og leyfir ófullkomleika að vera hluta af verkum sínum. Tónlistin og textarnir eru full af leikgleði og húmor og endurspegla ljúfsára melankólíu hversdagsins.

The post ELTA DRAUMANA Á MEÐAN ÞAU LIFA Á FORELDRUM SÍNUM appeared first on Albumm.


BARÐI JÓHANNSON SYNGUR INN Á STIKLU FYRIR FOX OG WARNER

$
0
0

Í vikunni komu út tvær stiklur sem innihalda ábreiðu af laginu, „Zombie“ eftir hljómsveitina Cranberries. Annars vegar er um að ræða trailer fyrir nýja X-Files þáttaröð sem FOX mun sýna. Hins vegar er trailer sem er nú í mikilli keyrslu í amerísku sjónvarpi fyrir tölvuleik sem er framleiddur af Warner Bros og ber nafnið Middle Earth: Shadow of War. Leikurinn kom út í vikunni og er að fá einstaka dóma.

Lagið er sungið af Barða Jóhannssyni úr hljómsveitinni Bang Gang & Starwalker. Útsetning er í höndum Oumi Kapila sem er gítarleikari amerísku rokkhljómsveitarinnar Filter. Oumi hefur einnig spilað með og hljóðblandað industrial rock hljómsveitina Combichrist auk þess að semja tónlist fyrir stiklu Star Wars: Rouge One og ólympíuleikana í RÍÓ.

Hér fyrir neðan má sjá stikluna úr tölvuleiknum Middle Earth : Shadow of War:

Hér fyrir neðan má sjá X-Files stikluna:

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið í heild sinni:

The post BARÐI JÓHANNSON SYNGUR INN Á STIKLU FYRIR FOX OG WARNER appeared first on Albumm.

ALLT FÁANLEGT Á GLÆNÝRRI HEIMASÍÐU

$
0
0

Í dag er sögulegur dagur í lífi tónlistarmannsins Swan Swan H en hann var að opna glæsilega Heimasíðu! Á Swanswanh.com er hægt að nálgast öll myndbönd sem kappinn hefur sent frá sér auk þess sem „Limited Edition” smáskífa hefur verið gefin út til að fagna þessum merka áfanga en auðvitað er hægt að streyma því beint af síðunni!

Næstu daga mun fyrsta platan hanns U.F.O vera fáanleg frítt á síðunni en stuttu seinna lendir hún á Spotify. Hægt er að njóta verka Swan Swan H frítt og er hljómlist hans „Gefins” en hægt er að styrkja hann og það sem hann er að gera með því að ýta á appelsínugula „Patreon” takkann á síðunni.

Platan er gefin út í samvinnu við Ro7om (Room 7) Records.

Swanswanh.com

The post ALLT FÁANLEGT Á GLÆNÝRRI HEIMASÍÐU appeared first on Albumm.

DULÚÐUGT ANDRÚMSLOFT BLANDAÐ MEÐ TAKTFÖSTUM TROMMUM OG DJÚPUM BASSA

$
0
0

Í dag kom út á vegum Möller Records platan Substance EP með raftónlistarmanninum Subminimal. Substance Ep er sveimkennd plata  í bland við drum´n bass og rafrænum tónum.  Dulúðugt andrúmsloft  blandað með taktföstum trommum og djúpum bassa gerir þessa plötu fullkomnna fyrir þá sem kunna að meta hina dekkri hlið rafrænar tónlistar.

Subminimal hefur verið lengi að og er þekktur fyrir hárbeitta taktsmíðar og bylmingsbassa. Hann hefur komið víða fram í gegnum tíðina og endurhljóðblandað lög fyrir listamenn á borð við Justice og Samaris.  Subminimal  gaf út sína fyrstu plötu, When and How,  árið 2011 hjá Hidden Hawai forlaginu.  Platan Microfluids var fyrsta útgáfa hans hjá Möller Records en hún kom út árið 2012, Sinian kom út árið 2014 og nú Substance EP árið 2017.

Soundcloud

Mollerrecords.com

The post DULÚÐUGT ANDRÚMSLOFT BLANDAÐ MEÐ TAKTFÖSTUM TROMMUM OG DJÚPUM BASSA appeared first on Albumm.

BLÓÐ OG BLÖÐRUR Í NÝJU MYNDBANDI FRÁ WARMLAND

$
0
0

Ljósmynd: Jeaneen Lund.

Hljómsveitin Warmland var að senda frá sér glænýtt lag og myndband og er það frumsýnt hér á Albumm.is Lagið ber heitið „Overboard” og er þriðja lagið sem sveitin sendir frá sér. Arnar Guðjónsson og Hrafn Thoroddsen fengu til liðs við sig bandaríska ljósmyndarann og leikstjórann Jeaneen Lund til að leikstýra myndbandinu og kvikmyndatökumanninn Hákon Sverrisson til að skjóta myndbandið.

Í myndbandinu koma fram helstu stjörnur íslensku kabarett og dragsenunnar á Íslandi, þau Miss Mokki (Margrét Erla Maack), Gógó Starr, Deff Starr og Húlladúllan ásamt meðlimum Warmlands og aukaleikurum.

Warmland sem er að vinna að sinni fyrstu breiðskífu kemur fram á sínum fyrstu tónleikum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves miðvikudaginn 1.nóvember í Iðnó kl.23:20.

Warmlandofficial.com

Instagram

The post BLÓÐ OG BLÖÐRUR Í NÝJU MYNDBANDI FRÁ WARMLAND appeared first on Albumm.

AKKÚRAT NÚNA ER ÉG Í GÓÐUM FÍLING AÐ SIPPA DR. PEPPER MEÐ HOMIES

$
0
0

Tónlistarmaðurinn KrisH var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Dr. Pepper.” Lagið er það fyrsta sem kappinn sendir frá sér í rúmt hálft ár en hann segist vera búin að „prógressa” og mynda betri karakter í hvernig tónlist hann vill gera!

„Ég vil að þeir sem hafa heyrt eitthvað frá mér áður sjái eitthvað mikið betra en þau sáu síðast og ég vil að þeir sem eru að sjá mig í fyrsta skipti fái gott first impression.“

KrisH er með nokkur önnur lög tilbúin og munu þau lýta dagsins ljós á næstuni en KrisH segir að þau eru öll á svipuðum nótum og „Dr. Pepper.”

„Sumir spyrja kanski „afhverju ertu að gera svona innihaldslausa texta,“ eða segja mér að gera lag um eitthvað sem „skiptir máli.“ Akkúrat núna er ég bara í góðum fíling að sippa Dr. Pepper með homies og gera tónlist!“

KrisH segist ekki þurfa að fara útskýra hvað lagið er um því það segir sig frekar sjálft! Kappinn segir að lögin komi til sín og hann semur um það sem hann er að hugsa hverju sinni!

The post AKKÚRAT NÚNA ER ÉG Í GÓÐUM FÍLING AÐ SIPPA DR. PEPPER MEÐ HOMIES appeared first on Albumm.

FJÓRTÁN TÓNLISTARMYNDBÖND TILNEFND Á NORTHERN WAVE FILM FESTIVAL

$
0
0

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave Film Festival býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar skemmtilegra viðburða. Hátíðin fer fram dagana 27. – 29. Október næstkomandi í Frystiklefanum í Rifi og fagnar hátíðin 10 ára afmæli sínu með pompi og prakt í ár. Hátíðin er hin glæsilegasta og hvetjum við alla að kynna sér dagskránna á heimasíðu hátíðarinnar hér.

Northern Wave Film Festival er eina alþjóðlega kvikmyndahátíð á Íslandi sem hefur hleypt að tónlistarmynböndum hingað til. Markmiðið með þessari hefð er einnig að koma tónlistarfólki í tengsl við kvikmyndagerðarfólk og öfugt upp á frekari samstarfi í framtíðinni.

Í ár mun Albumm.is í samstarfi við Northern Wave Film Festival tilnefna þau tónlistarmyndbönd sem komust í úrslit í ár. Úrvalið af glæsilegum tónlistarmyndböndum er gífurlega mikið og fer ekki á milli mála að við eigum ótrúlega fært kvikmyndagerðarfólk á íslandi. Það tók vandaðan tíma að fara yfir öll þessi frábæru myndbönd og öll stóru og smáu atriðin sem listrænt auga gefur okkur hinum fært á að sjá, njóta og upplifa.

Hér fyrir neðan eru þau 14 myndbönd sem komust í úrslit í ár:

Artisti: Úlfur Úlfur.

Lag: Geimvera.

Leikstjóri: Magnús Leifsson

Artisti: Úlfur Úlfur.

Lag: Bróðir.

Leikstjóri: Magnús Leifsson

Artisti: Una Stef

Lag: I´m Yours

Leikstjóri: Birta Rán Björgvinsdóttir

Artisti: Jóhann Jóhannsson

Lag: By the Roes, and by the Hinds of the Field

Leikstjóri: Máni Sigfússon

Artisti: Ólafur Arnalds, Alice Sara Ott

Lag: Eyes Shut

Leikstjóri: Máni Sigfússon

Artisti: Frans Bak – Giant Leap

Lag: Sound of North

Leikstjóri: Máni Sigfússon

Artisti: Léon

Lag: Surround Me

Leikstjóri: Helgi & Hörður

Artisti: Sasha Siem

Lag: Crow

Leikstjóri: Helgi & Hörður

Artisti: Auður

Lag: Both Eyes on You

Leikstjóri: Helgi & Hörður

Artisti: Reykjavíkurdætur

Lag: Hæpið

Leikstjóri: Antonía Lárusdóttir

Artisti: East of my youth

Lag: Broken glass

Leikstjóri: Ugla Hauksdóttir

Artisti: Snorri Helgason

Lag: Einsemd

Leikstjóri: Óskar Kristinn Vignisson & Kriðpleir

Artisti: Jay Tyler

Lag: Life as a wall

Leikstjóri: Thoracius Appotite

Artisti: Joye Christ

Lag: Joey Cypher

Leikstjóri: Joye Christ

The post FJÓRTÁN TÓNLISTARMYNDBÖND TILNEFND Á NORTHERN WAVE FILM FESTIVAL appeared first on Albumm.

„LÖGIN ERU SAMIN Í GEGNUM MIKINN UMRÓTA OG BREYTINGATÍMA Í LÍFI MÍNU”

$
0
0

Tónlistarkonan MIMRA eða María Magnúsdóttir eins og hún heitir réttu nafni sendi fyrir skömmu frá sér plötuna Sinking Island. Platan hefur átt sér nokkurn aðdraganda en hún segir að titillag plötunnar sé í miklu uppáhaldi.

Albumm.is náði tali af MIMRU og sagði hún okkur allt um plötuna!


Er Sinking Island búin að vera lengi í vinnslu og hvaðan sækir þú innblástur fyrir tónlistarsköpun þína?

Já, platan hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Lögin eru misgömul líklega samin á um fjögurra ára tímabili gegnum mikinn umróta- og breytingatíma í lífi mínu. Ég tók svo plötuna upp með dásamlegu tónlistarfólki og hljóðhannaði sem mastersverkefni í náminu mínu í London. Efni plötunnar var þannig líka tilbúið fyrir um ári síðan en kemur út núna. Löng fæðing semsagt. Bjarni Bragi Kjartanson sá um masteringu og ég gef plötuna út í föstu formi bæði á geisladisk og vínyl. Plötuútgáfan sjálf var fjármögnuð með Karolina Fund söfnun. Ég sæki innblástur í allt, í mitt eigið líf og listina í kring um mig.

Áttu þér uppáhalds lag á plötunni og hvaða lag var erfiðast í fæðingu?

Ég held að titillag plötunnar sé uppáhalds lagið mitt á plötunni. Það er lag sem varð til á einum degi, stór saga á bakvið það þó lagið sé lágstemmt og þægilegt áheyrnar. Svo var upptökuferlið við það svo skemmtilegt, röð tilviljana létu það fá hljóðheiminn sem það endaði í. Ég lék mér með klapp og vatnsflöskur til að búa til blautan takt, kontrabassaleikarinn minn bætti inn óvæntum yfirtónum og ég fílaði svo vel ákveðin mistök í píanóleik hjá mér að ég hélt þeim og fleira í þeim dúr. Mushroom Cloud var líklega erfiðast í fæðingu, bæði meðan ég samdi það og þegar ég tók það upp. En þegar það kom heim og saman varð það eitt skemmtilegasta lagið að mínu mati.

Um hvað er platan og er hún að einhverju leiti frábrugðin fyrri verkum?

Platan inniheldur margar litlar sögur sem fá að mynda eina heild og segja sögu frá upphafi til enda, um ást, gleði og missi. Stundum þarf maður að þjást til að skapa, ég nota það óspart. Áður gaf ég út plötuna Not Your Housewife árið 2009 sem var soul og fönkskotin poppplata. Svo kom út electro-pop stuttskífa beint á netið frá hljómsveit minni Early Late Twenties fyrir tveimur árum. Platan er mjög frábrugðin fyrri verkum í stílbrigðum, ég hef mótað minn eigin hljóðheim og þróast sem textahöfundur. Á þessari plötu blandast saman hljóðheimar elektóníkur og orchestral pop tónlistar í skemmtilega samsuðu.

Þú heldur útgáfutónleika 8. Nóvember næstkomandi, við hverju má fólk búast á tónleikunum?

Útgáfutónleikarnir mínir verða beint í kjölfar Iceland Airwaves hátíðarinnar og haldnir í Bæjarbíói í Hafnarfirði ásamt 12 manna hljómsveit. Fólk má búast við eina skiptinu sem platan verður flutt í fullri lengd með fullu bandi í stóru húsi eins og hún á að hljóma. Þetta verður mikil upplifun enda er ég með einvala lið tónlistarfólks með í för. Með mér spila Börkur Hrafn Birgisson á gítar, Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur og Róbert Þórhallsson á bassa, Samúel Jón Samúelsson á básúnu, Sylvía Hlynsdóttir og Elvar Bragi Kristjónsson á trompet, Sólveig Moravek á klarinett og saxófón, Unnur Birna Björnsdóttir og Matthías Stefánsson á fiðlur, Karl Peska á víólu og Margrét Árnadóttir á selló. Miðasala er í fullum gangi á tix.is.

Mimramusic.com

The post „LÖGIN ERU SAMIN Í GEGNUM MIKINN UMRÓTA OG BREYTINGATÍMA Í LÍFI MÍNU” appeared first on Albumm.


AÐ ÞROSKAST, VERA UNGUR, VILLTUR OG ÁSTFANGINN

$
0
0

Ljósmynd: Ramón Bolivar.

Hljómsveitin Melophobia var stofnuð í Stykkishólmi haustið 2012 en Þá kynntust Hlöðver Smári (söngvari) hinum drengjunum þeim Jóni Glúmi, Hinrik og Friðrik.

„Þeir buðu mér að koma að spila með sér því þeim vantaði söngvara og ég var nýfluttur til Ólafsvíkur sem er rétt hjá. Ég kom á fyrstu æfingu og þá byrjuðum við að vinna í frumsömdu efni.“

Á þessum tíma hét Sveitin Operation Anti Stupid en þá voru miklu fleiri meðlimir í sveitinni en þeim hefur fækkað og nafnið breyst í OAS, BadNews og loks í Melophobia sem er gríska og þýðir Tónlistarhræðsla.

Ljósmynd: Ramón Bolivar.

Sveitin var að senda rá sér plötuna Midnight Vibes og inniheldur hún ellefu pop og rokk lög. Platan fjallar um hvernig það er að þroskast, að vera ungur, viltur og ástfanginn… og margt fleira! Útgáfutónleikarnir sveitarinnar voru haldnir á Spot síðastliðinn Sunnudag og heppnuðust þeir með eindæmum vel!

Trommari sveitarinnar Hinrik Þór flutti til þýskalands og leitar því sveitin að nýjum trommara. Þangað til er Oddur F. Sigurbjörnsson pabbi Hlöðvers að berja á húðir!

The post AÐ ÞROSKAST, VERA UNGUR, VILLTUR OG ÁSTFANGINN appeared first on Albumm.

„HUGSANIR MÍNAR BYRJUÐU AÐ LÁTA MIG HALDA AÐ ÉG VÆRI EINSKIS VIRÐI“

$
0
0

Rapparinn Trausti var að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið „Elska Það.“ Trausti hefur verið öflugur að semja sitt eigið efni en hann kom áður undir nafninu Nvre$t.

„Lagið fjallar um Þunglyndi sem ég hef kljást við síðan ég man eftir mér og kafla í lífi mínu þar sem hugsanir mínar byrjuðu að láta mig halda að ég væri einskis virði og öllum væri sama um mig.“

Trausti hefur verið að vinna hörðum höndum undanfarið að sinni fyrstu plötu á íslensku sem ber heitið Þrýstingur. Ekki er komin dagsetning hvenær sú plata mun líta dagsins ljós. Trausti sá um mix, texta og taktinn sjálfur.

The post „HUGSANIR MÍNAR BYRJUÐU AÐ LÁTA MIG HALDA AÐ ÉG VÆRI EINSKIS VIRÐI“ appeared first on Albumm.

„EINI STRÁKUR” FÆR MANN TIL AÐ KINKA KOLLI OG NJÓTA LÍFSINS

$
0
0

Tónlistarmaðurinn Huginn var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Eini Strákur.” Kappinn er ekki einsamall í laginu en Helgi Sæmundur ljáir einnig laginu rödd sína! „Eini Strákur” er vægast sagt gott stöff en það fær mann til að kinka kolli og njóta lífsins!

Myndbandið er einkar glæsilegt en Birnir Sigurðarson sá um leikstjórn, Ágúst Elí Ásgeirsson sá um upptöku, Bryngeir Vattnes sá um klippingu og Arnar Stefánsson sá um font. Sticky Plötuútgáfa gefur út!

Einnig má finna lagið á Spotify.

The post „EINI STRÁKUR” FÆR MANN TIL AÐ KINKA KOLLI OG NJÓTA LÍFSINS appeared first on Albumm.

SKRÁNING ER HAFIN Á NÆSTA NÁMSKEIÐ HJÓLABRETTASKÓLA REYKJAVÍKUR

$
0
0

Skráning er hafin á næsta námskeið hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur sem hefst laugardaginn 4. Nóvember, sunnudaginn 5. Nóvember og þriðjudaginn 7. Nóvember. Líkt og á fyrri námskeiðum er það Steinar Fjeldsted sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis og verið viðloðinn brettanámskeiðum í um fimmtán ár. Honum til halds og traust verður hjólabrettakappinn, Eyþór Mikael en hann hefur kennt á hjólabrettanámskeiðum í nokkur ár.

Farið er yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt sé nefnt. Fyrir þau sem eru örlítið lengra komin verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shovit og jafnvel 360 flip.

Á námskeiðinu er hjálmaskilda en einnig eru allir hvattir til að koma með þær hlífar sem viðkomandi á. Nauðsynlegt er að eiga hjólabretti eða mæta á námskeiðið með eitt slíkt.

Námskeiðið fer fram í Egilshöll í Grafarvogi og byrja þau kl 10:00 og standa til kl 11:30 um helgar en á þriðjudögum frá klukkan 17:00 – 18:30 og eru í fjögur skipti. Námskeiðið kostar 10.000 kr og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com, nafn og kennitala barns þarf að fylgja skráningu, nafn og símanúmer forráðamanns og hvaða dag á að skrá barnið, (laugardaga, sunnudaga eða á þriðjudögum).

Hægt er að sjá nánar um starfsemina okkar hér.

Hlökkum til að sjá ykkur!

The post SKRÁNING ER HAFIN Á NÆSTA NÁMSKEIÐ HJÓLABRETTASKÓLA REYKJAVÍKUR appeared first on Albumm.

SETUR SINN EIGIN HLJÓM Á MAROON 5

$
0
0

Tónlistarmaðurinn SEINT sendi á dögunum frá sér ábreiðu af laginu Cold með hinni geysi vinsælu popp hljómsveit Maroon 5. En þar setur SEINT sinn eiginn hljóm á verkið. Ábreiðan er virkilega flæðandi en SEINT er búinn að skapa sér afskaplega skemmtilegan hljóðheim!

Hér fyrir neðan má hlýða á herlegheitin!

The post SETUR SINN EIGIN HLJÓM Á MAROON 5 appeared first on Albumm.

REYKJAVÍK RECORD SHOP FAGNAR ÞRIGGJA ÁRA AFMÆLI SÍNU

$
0
0

Plötubúðin Reykjavík Record Shop fagnar þriggja ára afmæli sínu um þessar mundir en Reynir Berg Þorvaldsson hefur staðið vaktina allan þann tíma! Reynir segir að þetta hafi verið gamall draumur sem varð loks að veruleika og að plötubúðin Lucky Records hafi verið fyrirmyndin (með öðrum áherslum) enda vann hann þar í dágóðann tíma!

Reykjavík Record Shop er staðsett á Klapparstíg 35 og er ávallt góð skemmtun að kíkja þar við enda viðmótið afar notalegt og úrvalið framúrskarandi! Árið 2016 gerði tónlistarspekúlantinn Jóhann Ágúst Jóhannsson bráðskemmtilegt myndband um Reykjavík Record Shop en það má sjá hér að neðan!

Við óskum Reykjavík Record Shop innilega til hamingju með áfangann!

The post REYKJAVÍK RECORD SHOP FAGNAR ÞRIGGJA ÁRA AFMÆLI SÍNU appeared first on Albumm.

FERÐUÐUST UM LANDIÐ MEÐ BAKPOKA, MORGUNKORN OG GÓÐA VINI

$
0
0

Árið 2014 áttu BMX Brós sér þann draum að gera mynd og þeir gerðu það! Benedikt Benediktsson, Magnús Bjarki Þórlindsson, Anton Örn Arnarson og Bjarki Harðarson hafa verið iðnir við að sýna listir sýnar út um allt land og eru augun ávallt opin fyrir nýjum stöðum til að hjóla á!

Drengirnir segjast hafa lent í allskonar hremmingum, barist var við óveður og komið í allskonar bæi, stóra sem smáa. Myndin er tekin upp 2014 – 2016 en hugmyndin var að henda út DVD disk, þangað til tölvan ákvað að segja NEI! Tókst að henda myndinni á veraldarvefinn áður en tölvan dó endanlega, sem betur fer því hér er á ferðinni frábær mynd!

The post FERÐUÐUST UM LANDIÐ MEÐ BAKPOKA, MORGUNKORN OG GÓÐA VINI appeared first on Albumm.


GERÐU MYNDBAND SEM ALMENNINGUR FÉKK AÐ RÁÐA

$
0
0

Söngkonan Tara Mobee var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sitt „Do Whatever.“ Hugsunin á bakvið gerð myndbandsins er frekar skemmtileg og öðruvísi en þar fékk Tara þá hugdettu að fá almenning með sér í lið.

„Við ákváðum að gera myndbandið aðeins öðruvísi og fá almenning til að taka þátt. Semsagt almenningur ákvað alfarið hvað við gerðum í myndbandinu.“ – Tara Mobee

Ferðalagið byrjaði 18. September og var haldið af stað kl 6:00 um morguninn í algjöra ævintýraferð. Keyrt var í kringum landið á 24 tímum og var allt tekið upp sem þeim var sagt að gera á leiðinni í gegnum snapchat og Instagram.

Hægt er að sjá fyrir neðan myndbandið á youtube allan listann yfir allt það sem var gert.

The post GERÐU MYNDBAND SEM ALMENNINGUR FÉKK AÐ RÁÐA appeared first on Albumm.

BENNY CRESPO´S GANG OG CORAL RÍSA ÚR DVALA

$
0
0

Bennys Crespo´s Gang.

 

sveitirnar Benny Crespo’s Gang og Coral rísa úr dvala til að halda tónleika á Húrra föstudaginn 20. október.

Benny Crespo’s Gang þekkja allir unnendur íslenskrar rokktónlistar. Sveitin leggur lokahönd á sína aðra breiðskífu um þessar mundir en sú fyrsta kom út fyrir heilum tíu árum. Síðan þá hefur sveitin gefið út smáskífurnar Night Time (2010) og Birthmarks (2014) og nú loks geta aðdáendur farið að hlakka til nýrrar breiðskífu sem kemur út í nóvember og ber heitið „Minor Mistakes“. Það má því gera ráð fyrir gömlu efni frá krökkunum í bland við brakandi ferskt.

Coral.

Rokksveitin Coral er hvorki starfandi né að vinna að nýju efni, en mun koma saman nostalgíunnar vegna fyrir þessa einu tónleika og spila gömlu lögin sín eins og árið sé 2007. Sveitin gaf út þrjár skífur á ferli sínum, hina svokölluðu Gulu plötu árið 2002, „The Perpetual Motion Picture“ árið 2007 og „Leopard Songs“ árið 2011. Lög á borð við Arthur, the Big Bang og Steal From Masters hlutu þó nokkra spilun á X-inu 977 og sveitin var iðin við tónleikahald þar til hún hætti störfum árið 2011.

Húsið opnar 21:00, tónleikarnir hefjast 22:00. 

Aðgangseyrir er 1500 krónur og hægt er að nálgast miða á Tix.is

 

The post BENNY CRESPO´S GANG OG CORAL RÍSA ÚR DVALA appeared first on Albumm.

„EF MAÐUR SAKNAR EINHVERS ER BEST AÐ DREYMA EITTHVAÐ NÝTT”

$
0
0

Tónlistarkonan Ingunn Huld var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið „Splendid” og er það einmitt frumsýnt hér á Albumm.is! Ingunn samdi lagið fyrir nokkrum árum og hefur það oft verið flutt „live“ en síðastliðinn vetur fór hún í hljóðver til að taka það upp með miklum snillingum! Ingunn segir lagið vera einskonar “pepp-popp” ef popp mætti kalla en hún segist alltaf eiga erfitt með að skilgreina eigin tónlist.

„Ef maður upplifir sig í lífinu að sakna einhvers sem er búið er best að búa bara til eitthvað skemmtilegt, leyfa sér að dreyma eitthvað nýtt upp á nýtt.”

Ingunn segir að það sé kannski ekki galið að lagið komi út þegar sumarið er búið en endalok geta verið upphaf að einhverju nýju!

Ingunn Huld samdi lag og texta, Stefán Örn Gunnlaugsson sá um upptökur og hljóðblöndun og Bjarni Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun en flytjendur lagsins eru eftirfarandi: Ingunn Huld Sævarsdóttir, söngur og þverflauta. Ásgeir Ásgeirsson, rafgítar. Árni Magnússon, rafbassi. Stefán Örn Gunnlaugsson, píanó. Erik Qvick, trommur og slagverk. Sturlaugur Björnsson, horn og Rakel Pálsdóttir, bakraddir.

Myndbandið er einkar glæsilegt en Birkir Ásgeirsson sá um upptökur, klippingu og Ingunn Huld Sævarsdóttir og Páll Cecilsson sáu um leik og Sævar Pálsson var stýrimaður og aðstoðarmaður á sjó.

Myndbandið er styrkt af Hljóðritasjóði STEF sem fær miklar þakkir fyrir segir Ingunn að lokum!

Ingunnhuld.com

The post „EF MAÐUR SAKNAR EINHVERS ER BEST AÐ DREYMA EITTHVAÐ NÝTT” appeared first on Albumm.

SKRÁNING ER HAFIN Á NÁMSKEIÐ HJÁ HJÓLABRETTASKÓLA REYKJAVÍKUR

$
0
0

Ljósmynd: Brynjar Snær.

 

Skráning er hafin á næsta námskeið hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur sem hefst laugardaginn 4. Nóvember, sunnudaginn 5. Nóvember og þriðjudaginn 7. Nóvember. Líkt og á fyrri námskeiðum er það Steinar Fjeldsted sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis og verið viðloðinn brettanámskeiðum í um fimmtán ár. Honum til halds og traust verður hjólabrettakappinn, Eyþór Mikael en hann hefur kennt á hjólabrettanámskeiðum í nokkur ár.

Farið er yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt sé nefnt. Fyrir þau sem eru örlítið lengra komin verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shovit og jafnvel 360 flip.

Á námskeiðinu er hjálmaskilda en einnig eru allir hvattir til að koma með þær hlífar sem viðkomandi á. Nauðsynlegt er að eiga hjólabretti eða mæta á námskeiðið með eitt slíkt.

Námskeiðið fer fram í Egilshöll í Grafarvogi og byrja þau kl 10:00 og standa til kl 11:30 um helgar en á þriðjudögum frá klukkan 17:00 – 18:30 og eru í fjögur skipti. Námskeiðið kostar 10.000 kr og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com, nafn og kennitala barns þarf að fylgja skráningu, nafn og símanúmer forráðamanns og hvaða dag á að skrá barnið, (laugardaga, sunnudaga eða á þriðjudögum).

Hægt er að sjá nánar um starfsemina okkar hér.

Hlökkum til að sjá ykkur!

The post SKRÁNING ER HAFIN Á NÁMSKEIÐ HJÁ HJÓLABRETTASKÓLA REYKJAVÍKUR appeared first on Albumm.

ÓLAFUR ARNALDS TÚLKAR HRINGRÁS LÍFSINS Í NÝJU MYNDBANDI

$
0
0

Tónskáldið og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið „0952“ sem er að finna á breiðskífu hans Eulogy for Evolution frá árinu 2007. Platan var endurútgefin af Erased Tapes útgáfunni nú fyrr á árinu af tilefni 10 ára útgáfuafmælis plötunnar.

Myndbandið vann Ólafur með leikstjóranum Eilífi Erni Þrastarsyni hjá SNARK Films, en leitast var við að túlka hringformið sem einkennir tónsmíðina og túlka hringrás lífsins myndrænan hátt.

Myndbandið var tekið upp á æskuheimili Ólafs, þar sem hann jafnframt skóp tónsmíðina, þá eingungis 18 ára gamall, en þrátt fyrir að Ólafur hafi verið ungur að árum á þeim tíma hefur platan elst fyrnavel. Hinn þekkti þýski tónlistarmaður Nils Frahm endurtónjafnaði plötuna auk fleiri valinkunnra einstaklinga sem lögðu hönd á plóg vegna endurútgáfunnar.

Segja má að endurtekningin og hringformið sem unnið er með í myndbandinu sé rauður þráður í gegnum alla plötuna, en vegna persónulegra atburða í lífi Ólafs á þeim tíma, var honum sérstaklega umhugað um hringrás lífsins og leitaðist við að túlka hana í tónsmíðunum.

Hægt er að nálgast Eulogy For Evolution 2017 endurútgáfuna á glærum vinyl hér

Instagram

Alda Music

The post ÓLAFUR ARNALDS TÚLKAR HRINGRÁS LÍFSINS Í NÝJU MYNDBANDI appeared first on Albumm.

Viewing all 2014 articles
Browse latest View live