Quantcast
Channel: Albumm
Viewing all 2014 articles
Browse latest View live

KVARTETT SIGURÐAR FLOSASONAR Á MÚLANUM – SÍGRÆNIR STANDARDAR

$
0
0
Á næstu tónleikum haustdagskrár Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, miðvikudaginn 1. nóvember mun kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar koma fram. Kvartettinn flytur vel valda sígræna jazzstandarda, ekki þá mest spiluðu en frábær og fjölbreytt lög. Ásamt Sigurði koma fram Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og trommuleikarinn Einar Scheving.
Alls ellefu spennandi tónleikar verða á dagskránni alla miðvikudaga fram í byrjun desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is
Múlinn er á sínu 21. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

The post KVARTETT SIGURÐAR FLOSASONAR Á MÚLANUM – SÍGRÆNIR STANDARDAR appeared first on Albumm.


TRYLLT STEMNING Á VÖKUNNI

$
0
0

Kosningavökur voru út um allan bæ um helgina sem leið en ein sú stærsta og flottasta fór fram í Valsheimilinu! Þar fór fram Vakan en það eru óháð félagasamtök sem hefur það eitt að markmiði, að fá ungt fólk til að kjósa! Dagskráin var sko alls ekki af verri endanum en fram komu t.d. Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti, Hildur og Páll Óskar svo fátt sé nefnt!

Stappað var út úr dyrum og var stemningin vægast sagt tryllt! Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á svæðið og tók hann þessar frábæru ljósmyndir!

 

Vakan.is

The post TRYLLT STEMNING Á VÖKUNNI appeared first on Albumm.

FIGUREIGHT GEFUR ÚT PLÖTUNA EPICYCLE EFTIR GYÐU VALTÝSDÓTTUR Á VÍNYL

$
0
0

Útgáfufyrirtækið figureight gaf nýverið út plötuna Epicycle eftir Gyðu Valtýsdóttur á heimsvísu á vinyl. Epicycle kom út á geisladisk á vegum Smekkleysu á Íslandi eingöngu á síðasta ári og hlaut mikið lof gagnrýnenda en hún hlaut meðal annars verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötu ársins og plötu-umslag ársins sem og Kraumsverðlaun.

Plötuna má nálgast á vínyl og geisladisk í helstu plötuverslunum, en einnig má nálgast hana stafrænt á helstu streymisveitum sem og á bandcampsíðu Gyðu.

Gyða kemur fram tvisvar á Iceland Airwaves, á miðvikudag á Loft hostel kl. 18.30 og á sérstökum tónleikum í Fríkirkjunni á fimmtudag kl. 22.10.

The post FIGUREIGHT GEFUR ÚT PLÖTUNA EPICYCLE EFTIR GYÐU VALTÝSDÓTTUR Á VÍNYL appeared first on Albumm.

WASABI ER EKKI BARA KRYDD

$
0
0

Tónlistarmaðurinn Ottó Tynes eða Wasabi eins og hann kallar sig hefur svo sannarlega komið víða við á löngum og viðburðarríkum ferli! Wasabi er eins manns hljómsveit / verkefni þar sem Ottó semur öll lög og texta.

„Þetta eru flest allt gömul lög (4-6 ára) en sum eru aðeins nýrri. Draumurinn var alltaf að gefa út plötu og það er það sem ég er að gera.“

Ottó er búinn að taka upp fjögur lög af níu laga plötu. Snillingurinn Arnar Guðjónsson (Leaves / Warmland) sér um upptökustjórn en hann sér einnig um að spila alla gítara og bassa. Addi trommari (Stolía, Dr. Spock, Mugison o.fl)) negldi trommunum inn eins og honum er lagið.

Ottó segir að fleiri munu koma að plötunni, ef þetta verður að veruleika en kappinn er að safna fyrir plötunni á Karolina Fund og mælum við eindregið með að fólk kynni sér málið nánar!

The post WASABI ER EKKI BARA KRYDD appeared first on Albumm.

SPILAMENNSKA, EP PLATA OG MYNDBAND Í VÖRUSKEMMU

$
0
0

Ingi Þór, Jón G og Darri Sigurvin stofnuðum hópinn Lucid Dreams (alltaf kallað Lucid)  í Júní 2017 á Akureyri. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa Stundað nám við SAE skólann í Amsterdam. kapparnir tóku nýlega upp “Promo video” fyrir Vöruskemmuna sem er staðsett í jaðri Reykjavíkur.

Strákarnir hafa verið að plötusnúðast í nokkur ár en núna segja þeir að áhuginn sé aðallega að spila live þar sem einungis spilað frumsamið efni með allskonar tækjum og tólum. Lucid DreamsVið spila í beinni í útvarpsþættinum Elements í kvöld þriðjudag 30. Október og síðar á skemmtistaðnum Paloma föstudagskvöldið 3. Nóvember.

Einnig er í vinnslu EP plata þar sem Jón sér um Pródúseringu og Darri Sigurvin um eftirvinnslu, En þeir eru báðir starfandi sem hljóðverkfræðingar í upptökuverinu Stúdíó Hljómur í Reykjavík. Vídeóið er tekið upp hjá nýju og mjög spennandi verkefni sem kallast Vöruskemman, sem er nýr vettvangur fyrir pródúsera/Dj’a til að koma fram í útsendingu með hljóði og mynd.

The post SPILAMENNSKA, EP PLATA OG MYNDBAND Í VÖRUSKEMMU appeared first on Albumm.

„MÉR FINNST KUSK AUÐMJÚKT EN KÚL”

$
0
0

Kusk gefur frá sér lag og myndband í tilefni af hrekkjavöku. Kusk er listamannanafn sem Ásta Guðrúnardóttir hefur tekið sér og markar það nýja stefnu í tónum og myndum hjá Ástu. Ásta vinnur hjá Stúdíó Sýrlandi á daginn og skapar tónlist, myndlist og myndbönd á kvöldin.

„Mér finnst nafnið Kusk auðmjúkt en kúl, ég er búin að ganga með hugmynd um Kusk í tíu ár og loksins er hún að fæðast. Undir merki Kusk mun ég mála, gera tónlist, og myndbönd og hvað sem mér dettur í hug. Ég fann gríðarlegt frelsi að taka mér þetta nafn og sleppa því að festa listina við mitt persónulega nafn.”

Lagið heitir „Evil” og Kusk semur, syngur og hljóðblandar. Ívar Baldvin Júlíusson tók upp sönginn og Kristinn Sturluson sá um masteringu. Myndbandið er tekið upp og unnið af Kusk.

Ásta segir að þegar hún er að gera myndband hugsar hún bara svipað og þegar hún er að gera málverk. Hvaða liti ætlar hún að nota? Kalda eða heita tóna? Hvað gerir ljósið?

„Á leiðinni koma upp allskonar hugmyndir hvað þetta gæti nú allt þýtt en það eru engar pælingar á bakvið það hjá mér. Ef það lýtur vel út, er gott að horfa á og er áhugavert, nota ég það. Auðvitað tekst misvel en maður lærir alltaf meira, það er best.”

Myndböndin sem hún gerir eru frekar langt augnablik heldur en saga því hún er ekki að segja neitt, vil bara að þetta lúkki vel og fallegt að horfa á!

The post „MÉR FINNST KUSK AUÐMJÚKT EN KÚL” appeared first on Albumm.

HVAÐ ÆTLAR ALBUMM.IS AÐ SJÁ Á ICELAND AIRWAVES

$
0
0

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst á morgun miðvikudag 1. Nóvember! Dagskráin í ár er vægast sagt glæsileg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi! Reykjavík og nú í ár Akureyri fyllist af innlendu og erlendu tónlistarfólki og er stemningin vægast sagt rafmögnuð!

Albumm.is ætlar að sjálfsögðu að kíkja á hátíðina í ár og tókum við því saman lista af því helsta sem við ætlum að sjá! Ekki er hægt að komast yfir allt og fær því sumt að bíða betri tíma!


Miðvikudagur 1. Nóvember

Joey Christ, Cyber og Alvia Islandia –  Listasafn Reykjavíkur.

Moses Hightower, Hugar og Högni – Gamla Bíó.

Ruxpin og kosmodod – Húrra

Cell7 og Gunnar Jónsson Collider – Gaukurinn.

Warmland, Védís Hervör – Iðnó.

Oyama, Kælan Mikla og Skelkur í Bringu – Hard Rock Cafe.

Indriði og Omotrack – Hverfisbarinn.

Elli Grill, Geisha Cartel, Chase, Fever Dream og Rari Boys – Hressingarskálinn.

Reykjavíkurdætur.

Fimmtudagur 2. Nóvember

Reykjavíkurdætur, Aron Can, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör, Young Karin, Tiny og GKR – Listasafn Reykjavíkur.

Grísalappalísa, HATARI og Godchilla – Gamla Bíó.

Dj Flugvél og Geimskip, einarIndra, Dillalude, Ljósvaki og Mikael Lind – Húrra.

Ceasetone og Paunkholm – Gaukurinn.

Vök, Gangly, Indriði og Jónas Sen – Iðnó.

Máni Orrason, Snorri Helgason, Tilbury og TSS – Hverfisbarinn.

Bistro Boy, Futuregrapher, Andartak og Subminimal – Hressingarskálinn.

Emiliana Torrini and The Colorist og JFDR – Þjóðleikhúsið.

Gyða Valtýsdóttir og Biggi Hilmars – Fríkirkjan.

aYia, Kött Grá Pje og Good Moon Deer – Bíó Paradís.

Fm Belfast.

Föstudagur 3. Nóvember

FM Belfast, Sturla Atlas, Mura Masa og Auður – Listasafn Reykjavíkur.

Arab Strap og Maus – Gamla Bíó.

Young Nazareth og Special K – Húrra.

Pink Street Boys og Skrattar – Gaukurinn.

Tonik Ensemble, ROFOROFO og Sólveig Matthildur – Iðnó

Ozy / Ohm B2B, Vector, Yagya, Thor og Octal Industries – Hverfisbarinn.

TRPTYCH, Lord Pusswhip, Shades of Reykjavík, Valby Bræður, CRYPTOCHROME og Rari Boys – Hressingarskálinn.

Amiina – Bíó Paradís.

GusGus.

Laugaradgur 4. Nóvember

Gus Gus og Fufanu – Listasafn Reykjavíkur.

Michael Kiwanuka, Mammút, Glowie og Sylvia – Gamla Bíó.

Exos, TRPTYCH, aYia ogGrúska – Húrra.

Tófa, Dr. Gunni og Kælan Mikla – Gaukurinn.

Milkywhale, Mr. Silla og One Week Wonder – Iðnó.

Vector, Nonnimal, Árni², Dj Flugvél og Geimskip, Special K og Ruxpin – Hressingarskálinn.

JFDR + Pascal Pinon, Sóley og Lára Rúnars – Fríkirkjan.

Fleet Foxes – Harpa Eldborg.

Mumford And Sons.

Sunnudagur 5. Nóvember

Mumford & Sons og Axel Flóvent – Valsheimilið.

Icelandairwaves.is

The post HVAÐ ÆTLAR ALBUMM.IS AÐ SJÁ Á ICELAND AIRWAVES appeared first on Albumm.

FAGNA 30 ÁRA ÚTGÁFU LEYNDARMÁL

$
0
0

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Leyndarmál með hljómsveitinni Grafík verða haldnir stórtónleikar í Bæjarbíó, Hafnarfirði 30. nóvember n.k. og á Græna Hattinum, Akureyri 1. des.

Þessi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratug síðustu aldar og var hljómplatan Leyndarmál enn ein skrautfjöðurin í hatt hennar enda fékk platan feikna góða dóma og einstakar viðtökur og þá sérstaklega lögin „Presley“ og „Prinsessan.“ Upptökur á plötunni hófust í október 1986 eftir mannabreytingar en vinnslu lauk ekki fyrr en í ágúst 1987 og kom platan út 5. nóvember það ár.

Þegar hér var komið við sögu skipuðu hljómsveitina þau Andrea Gylfadóttir söngkona, Baldvin Sigurðsson bassaleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari; Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari. Grafík kom síðast fram með þessari skipan um áramótin 1987-88 á áramótadansleik á Hótel Íslandi þannig að hér er um einstakan viðburð að ræða.

Á tónleikunum mun Egill Örn Rafnsson fylla skarð föður síns sem lést árið 2004.

The post FAGNA 30 ÁRA ÚTGÁFU LEYNDARMÁL appeared first on Albumm.


HATARI SPILAÐI FYRIR FULLUM SAL OG KEMUR ÚT Á RAFRÆNU FORMI

$
0
0

Hatari stóð fyrir útgáfutónleikum á Húrra skemmtistað síðastliðinn laugardag og spilaði fyrir fullum sal. Neysluvara EP, fyrsta stuttskífa sveitarinnar, var til sölu á viðburðinum og er nú komin í dreifingu hjá Smekkleysu plötubúð, 12 tónum og Lucky Records. Svikamylla ehf, útgefandi Hatara, stóð fyrir viðburðinum, en fyrirtækið nefndi viðburðinn Neysluvöku í anda plötunnar. Neysluvaka var í senn útgáfuhóf og kosningavaka, en Hatari stóð fyrir grimmilegri kosningabaráttu í aðdraganda helgarinnar sem vakti talsverða athygli. Einnig vakti mikla athygli þegar Emmsjé Gauti kaus Svarta Framtíð: „Sexy strætóskýli

Þá spilaði sveitin Cyber einnig á Neysluvöku við góðar undirtektir en hún hefur áður unnið með Hatara að laginu Hlauptu. Endahnúturinn á flutning Hatara var síðan innsiglaður með dularfullri óperusöngkonu sem steig á stokk og flutti vel valda aríu eftir Mozart við magnþrungnar undirtektir tónleikagesta. Kuldaboli og russian.girls þeyttu síðan skífum.

Samkvæmt því er Albumm kemst næst mun Svikamylla ehf. gefa út tónlist Hatara á rafrænu formi á næstu dögum, til að mynda á Spotify, þrátt fyrir mótbárur frá meðlimum Hatara. Þá munu fleiri dreifingaraðilar bætast í flóruna, þar á meðal Heimkaup.is

The post HATARI SPILAÐI FYRIR FULLUM SAL OG KEMUR ÚT Á RAFRÆNU FORMI appeared first on Albumm.

SÚKKULAÐIPLATA Í STAÐ HEFÐBUNDINNAR PLÖTU

$
0
0

Tónlistarmaðurinn Auður gefur út sitt eigið súkkulaði í samstarfi við Omnom. Súkkulaðiplata í stað hefðbundinnar plötu. Auður hefur unnið sér inn orðspor fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í útgáfu á tónlist sinni. Í fyrra gaf hann út forhlustun á plötunni sinni í formi Pokémon Go þar sem gestir og gangi á Austurvelli gátu „veitt“ plötuna í snjallsíma, samhliða útgáfunni í vor frumsýndi hann myndband sem tekið var upp í einni samfelldri töku þar sem hann flytur plötuna í beit.

Nú gefur Auður út sérstakt súkkulaðistykki í samstarfi við Omnom í tilefni Airwaves. Súkkulaðið verður framleitt í takmörkuðu upplagt. Bragðið var þróað og unnið með sérstöku tilliti til hljóðheimsins sem Auður hefur skapað.

„Lendingin vara mjólkursúkkulaði með karamellubitum. Það passaði bara við sándið.“ – Auður

Með súkkulaðinu fylgir hlekkur á 5 lög frá tónlistarmanninum. Sum þeirra útgefin en önnur einungis fáanleg með súkkulaðiplötunni og verða ekki gefin út aftur.

„Þetta er líka æfing í núvitund. Við erum vön því að heyra meistaraverk í útvarpinu og veita því enga athygli, troða í okkur súkkulaði eða nesti á ferðinni. Mig langar að hvetja fólk til þess að gefa sér tíma til þess að hlusta á skilningarvitin og veita þeim fulla athygli. Borða súkkulaði. Hlusta á tónlist. Hvað eiga þau sameiginlegt? Hvað brögð heyrum við?“ – Auður

Auður mun koma fram á Iceland Airwaves miðvikudaginn 1. nóvember á Húrra kl. 00:20 og föstudaginn 3. nóvember í listasafni Reykjavíkur kl. 19:20.

The post SÚKKULAÐIPLATA Í STAÐ HEFÐBUNDINNAR PLÖTU appeared first on Albumm.

„MYNDAVÉLIN VARÐ STRAX STÓR HLUTI AF MÉR“

$
0
0

Ljósmynd: Ásgeir Pétursson.

Þórsteinn Sigurðsson er einn helsti ljósmyndari landsins en ljósmyndir hans hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu! Þórsteinn gengur iðulega undir nafninu Xdeathrow en fyrir skömmu hélt hann sýninguna Juvenile Bliss sem hefur verið að fá vægast sagt frábærar viðtökur.

Þórsteinn segir að ljósmyndaáhuginn hafi byrjað í kringum 2005 – 2006 út frá vinnu sem hann fékk hjá Hans Petersen. Einnig var kappinn í mjög skapandi umhverfi á þessum árum en flestir vinir hans voru að teikna mikið og stunduðu graffiti.


Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á ljósmyndun og hvernig kom það til?

Ég byrjaði að mynda í kringum 2005-2006. Ég sótti um vinnu hjá Hans Petersen og fékk vinnu þar í kjölfarið við að selja filmur og myndavélar. Í því umhverfi varð ég forvitinn um ljósmyndun og fór að mynda mikið á einnota vélar. Ég var einnig í mjög skapandi umhverfi á þessum árum. Flestir vinir mínir voru að teikna mikið á þessum tíma og stunduðu graffiti. Ég fann mig strax með myndavélinni (líklega vegna þess að ég var svo ótrúlega ó sleipur með brúsann).  Myndavélin varð strax stór hluti af mér. Ljósmyndun varð þráhyggja mjög fljótt.

Hver var þín fyrsta myndavél?

Fyrsta myndavélin sem ég keypti mér var Canon 350D, 8MP vél með 50mm plastlinsu.

Hvað telur þú að góð ljósmynd þurfi að innihalda og hvaðan sækir þú innblástur í þína listsköpun?

Ég er miklu meira að horfa á hvað er bak við myndirnar heldur en bara einhverja eina mynd. Ég er hrifinn af listamönnum sem vinna eftir konseptum og fylgja því eftir á faglegan hátt. Það er akkúrat það sem er erfitt. Það er frekar auðvelt að fara út og taka eina flotta mynd, það geta allir gert það. En að vinna heilsteyptar seríur og eða verkefni gefur þessu meira gildi. Það tekur langan tíma að komast þangað og er eitthvað sem ég er alltaf að vinna að hjá sjálfum mér og horfi mikið á hjá öðrum listamönnum. En annars þarf góð portrait t.d. að hafa góða myndbyggingu og sál sama hvernig það er útskýrt. En svo er þetta líka bara smekksatriði eins og allt annað.

Á dögunum hélst þú ljósmyndasýninguna Juvenile Bliss, var hún lengi í vinnslu og hvernig var að setja sig inn í heim þeirra sem príða myndirnar?

Juvenile Bliss er samsafn af myndum frá 2006-2017. Blanda af tveimur kynslóðum sem eiga margt sameiginlegt. Þá aðallega það að báðir hóparnir lifa í „jaðar.“ Sýningin sjálf var um það bil mánuð í vinnslu en það tók meira en áratug að vinna þetta verkefni. Juvenile Bliss er ongoing project og eitthvað sem ég þarf ekkert að hugsa mikið um vegna þess að þetta er mjög mikið bara framlenging af sjálfum mér. Þetta er mjög áreynslulaust og myndirnar safnast bara upp í rólegheitum. Þurfti aðeins að vinna meira fyrir seinni hópnum vegna aldurs þeirra en annars var þetta allt bara mjög smooth. Ég hlakka til að kynnast þriðju kynslóð Juvenile Bliss.

Þú varst að leikstýra þínu fyrsta tónlistarmyndbandi, er það eitthvað sem þú ætlar að gera meira af?

Já, Það var mjög mikill sigur fyrir mig persónulega að leikstýra tónlistarmyndbandi og ég lærði mjög mikið af því. Leikstjórn á svona löguðu á mjög mikið skylt við ljósmyndun en á sama tíma allt annað dæmi. Líka frábært að vinna með Les Fréres Stefson og Young Karin og öllum þeim sem komu að verkefninu.

Ég hef reyndar aðeins unnið með vídeó síðustu ár og mun án efa halda því áfram, hreyfimyndir er skemmtilegur miðill. Heimildarmyndir og vídeóverk o.fl. er eitthvað sem ég hugsa mikið um og skoða.

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Ég er að gera fjögur plötucover, með fjórum mismunandi og ólíkum tónlistarmönnum. Allt mjög spennandi og skemmtileg verkefni. Er líka að byggja skúlptúr í vinnustofu hjá Hrafnkeli Sigurðsyni myndlistarmanni. Svo eru Xdeathrow / Bobbi Breiðholt stuttermabolir væntanlegir næstu vikur.

Hér má sjá myndbandið eftir Þórstein Sigurðsson/Xdeathrow:

Xdeathrow.com

The post „MYNDAVÉLIN VARÐ STRAX STÓR HLUTI AF MÉR“ appeared first on Albumm.

INKLAW OG CINTAMANI LEIÐA AFTUR SAMAN HESTA SÍNA

$
0
0

 

Fatamerkin Inklaw og Cintamani leiða nú saman hesta sína í annað sinn en í dag verður kynnt sameiginleg fatalína þeirra! Blásið verður til heljarinnar samkomu í kvöld í verslun Cintamani í Bankarstræti 7, nánar tiltekið í kjallaranum og að sjálfsögðu verður tryllt tónlist og léttar veitingar í boði!

Fyrri fatalínan seldist upp á mjög skömmum tíma og er búist við að nýja línan seljist jafnvel enn hraðar upp! Ekki láta þig vanta í þetta snilldar partý, nældu þér í flík, fáður þér drykk og njóttu lífsins!

Herlegheitin byrja stundvíslega kl 19:00

The post INKLAW OG CINTAMANI LEIÐA AFTUR SAMAN HESTA SÍNA appeared first on Albumm.

HÆGIR Á RÍKJANDI MENNINGU Í SAMFÉLAGINU

$
0
0

 

Tónlistarmaðurinn einarIndra var að senda frá sér myndverk/tónlistarmyndband en verkið er í ætt við svokallaða hæga menningu eða slow culture þar sem er leitast við að hægja á ríkjandi menningu í samfélaginu. Þetta á sérstaklega við í dag þar sem allir eru stöðugt að keppast við að fá mestu efnislegu gæðin og flestu lækin á samfélagsmiðlum.

Fyrir þá sem fara á Airwaves 1- 5 Nóvember þá verður einarIndra á fimmtudagskvöldinu á Húrra kl 22:30 og laugardagskvöldinu í Iðnó kl. 20:00 ásamt nokkrum off venue.

Myndbandið var tekið upp í Eyðifirði við sólarlag fyrir norðan.

The post HÆGIR Á RÍKJANDI MENNINGU Í SAMFÉLAGINU appeared first on Albumm.

FAGNA 30 ÁRA ÚTGÁFU LEYNDARMÁL

$
0
0

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Leyndarmál með hljómsveitinni Grafík verða haldnir stórtónleikar í Bæjarbíó, Hafnarfirði 30. nóvember n.k. og á Græna Hattinum, Akureyri 1. des.

Þessi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratug síðustu aldar og var hljómplatan Leyndarmál enn ein skrautfjöðurin í hatt hennar enda fékk platan feikna góða dóma og einstakar viðtökur og þá sérstaklega lögin „Presley“ og „Prinsessan.“ Upptökur á plötunni hófust í október 1986 eftir mannabreytingar en vinnslu lauk ekki fyrr en í ágúst 1987 og kom platan út 5. nóvember það ár.

Þegar hér var komið við sögu skipuðu hljómsveitina þau Andrea Gylfadóttir söngkona, Baldvin Sigurðsson bassaleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari; Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari. Grafík kom síðast fram með þessari skipan um áramótin 1987-88 á áramótadansleik á Hótel Íslandi þannig að hér er um einstakan viðburð að ræða.

Á tónleikunum mun Egill Örn Rafnsson fylla skarð föður síns sem lést árið 2004.

The post FAGNA 30 ÁRA ÚTGÁFU LEYNDARMÁL appeared first on Albumm.

FYRSTA KVÖLD ICELAND AIRWAVES FÓR VEL AF STAÐ

$
0
0

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hóf göngu sína í gær og iðaði borgin af lífi og tónlist! Mannlífið snöggbreytist og ma sjá tónlistarfólk á hverju götuhorni og tónarnir þjóta um eyru borgarbúa, svaka stemmari! Þetta fyrsta kvöld hátíðarinnar fór afar vel af stað og mátti sjá bros úr hverju andliti en fram komu meðal annars Rythmatik, Jón Jónsson og Vök svo fátt sé nefnt.

Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á hátíðina og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is!


Icelandairwaves.is

The post FYRSTA KVÖLD ICELAND AIRWAVES FÓR VEL AF STAÐ appeared first on Albumm.


KÁ-AKÁ ER BITASTÆÐUR!

$
0
0

Akureyski rapparinn Ká-Aká eða Halldór Kristinn Harðarsson var að senda frá sér brakandi ferska plötu sem ber heitið Bitastæður. Kappinn hefur verið talsvert áberandi að undanförnu en lög eins og „Draugar” og „Sama Hvað” hafa hljómað óspart í eyrum landsmanna!

Ká-Aká kemur þrisvar fram á Iceland Airwaves í ár. 2. Nóv kl 22:00 á Pósthúsbarnum / Akureyri, 4. Nóv kl 18:00 á American Bar og 4. Nóv kl 20:40 á Hverfisbarnum.

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna í heild sinni!

The post KÁ-AKÁ ER BITASTÆÐUR! appeared first on Albumm.

HUGMYNDIN SPRATT ÚT FRÁ GAMALLI KONU AÐ SIPPA

$
0
0

Tónlistarkonan Una Stef var að senda frá sér glæsilegt myndband við lagið „Like Home.” í. Um framleiðslu á myndbandinu sá Andvari Productions, Guðný Rós Þórhallsdóttir leikstýrði og Birta Rán Björgvinsdóttir skaut.

Hugmyndin spratt út frá því þegar að Guðný sá mynd af gamalli konu að sippa og þar sem lagið snýst um það að vera fastur, eins og í slæmu sambandi, vinskap eða einfaldlega andlega fastur í einhverju ástandi, spannaðist þessi atburðarrás út frá því. Una sá myndbandið ekki fyrr en sama dag og það fór á netið, en til gamans má geta leikur hún í því.

Una spilar á Iceland AIrwaves í ár bæði off og on venue, hægt er að sjá dagsránna hennar hér.

The post HUGMYNDIN SPRATT ÚT FRÁ GAMALLI KONU AÐ SIPPA appeared first on Albumm.

SKUGGI BLÆS TIL HELJARINNAR POP UP!

$
0
0

Skuggi Skateshop opnar hurðina fyrir almenning í dag og heldur sitt annað “pop up” en fyrra pop up-ið fór fram fyrir skömmu og að sögn forsvarsmanna verslunarinnar gekk það vonum framar! Fyrir skömmu gerði Skuggi svokallað “collab” með bandaríska götutísku risanum X-large en um ræðir eitt stærsta tískumerki heims!

Merkin sem verða á boðstólnum á pop up #2 eru: Dime, The Quiet Life, The Hundreds og að sjálfsögðu Skuggi / X-large. Öll eru þetta heimsklassa fatamerki og gríðarlega vinsæl en þau hafa ekki fengist hér á landi áður, nema X-large sem var fáanlegt hér á landi snemma á tíunda áratugnum!

Herlegheitin fara fram á Skolavörðustíg 22 og verður opið í dag (föstudag) og á morgun (laugardag) en opnunartímarnir eru eftirfarandi:

Föstudagur: 16:00 – 22:00 og laugardagur: 13:00 – 22:00

Léttar veitingar verða í boði og að sjálfsögðu verða trylltir tónar sem fá að fljóta um eyru viðstaddra!

Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem verður á boðstólnum! Ljósmyndir: Bobby Breiðholt.

Hægt er að sjá Facebook viðburðinn hér.

 

 

 

Fylgist með Skugga á Instagram.

The post SKUGGI BLÆS TIL HELJARINNAR POP UP! appeared first on Albumm.

BROS ÚR HVERJU ANDLITI Á ICELAND AIRWAVES

TÓNLISTARFÓLK Á HVERJU GÖTUHORNI OG ALLIR Í GEGGJUÐU STUÐI

$
0
0

Ó Iceland Airwaves, elsku Iceland Airwaves það er svo stórkostlegt að hafa þig! Reykjavík og nú Akureyri iða af lífi, tónlistarfólk er á hverju götuhorni og allir eru í geggjuðu stuði. Miðvikudags, fimmtudags og föstudagskvöldið er búið að vera stútfullt af algjörri snilld, en þetta er sko ekki búið!

Snorriman kíkti á hátíðina og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir Albumm.is. Hér má sjá t.d. JóaPé og Króla, Dj flugvél og geimskip og Birnir svo fátt sé nefnt!

Icelandairwaves.is

Snorriman.com

The post TÓNLISTARFÓLK Á HVERJU GÖTUHORNI OG ALLIR Í GEGGJUÐU STUÐI appeared first on Albumm.

Viewing all 2014 articles
Browse latest View live