![]()
Barnahátíðin Kátt á Klambra fer fram á Klambratúni á morgun sunnudaginn 29. júlí og óhætt er að segja að öllu verður til tjaldað. Hugmyndin að hátíðinni kviknaði þegar skapari hátíðarinnar Jóna Ottesen var með dóttur sína á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en þar var glampandi sól, reggae tónlist og allir í voða góðu skapi. Hátíðin er virkilega góð viðbót í menningarlíf Reykjavíkurborgar og er hún svo sannarlega komin til að vera!
Albumm.is náði tali af Jónu Ottesen og svaraði hún nokkrum skemmtilegum spurningum um hátíðina!
Hvenær var fyrsta Kátt Á Klambra haldin og hvernig kom það til?
Kátt á Klambra var haldin fyrst sumarið 2016 og kom þá fjöldi fólks á Klambratún og lukkaðist hátíðin alveg ótrúlega vel. Ég fékk hugmyndina sumarið áður þegar ég var með dóttir mína á Secret Solstice hátíðinni. Þetta var á sunnudeginum og það var rosa góð stemmning, sól og reggae tónlist og allir í voða góðu skapi. Dóttir mín sem þá var 1 árs, skemmti sér rosa vel, dansaði og babblaði við alla. Ég fór þá eithvað að hugsa um það (þá ný orðin mamma) hvað það væri gaman að halda alvöru barnahátíð, með flottri tónlist, jóga, ýmis konar afþreyingu og góðri stemmingu þar sem börn og foreldrar njóta sín saman. Ég tel það vera mjög mikilvægt fyrir foreldra að hitta aðra foreldra og að börnin okkar fái tækifæri til að skemmta sér með foreldrum og öðrum börnum. Það hefur sko líka alveg sýnt sig að foreldrar hafa ekki minna gaman á Kátt á Klambra en börnin.
Einnig hefur mér fundist græn svæði í borginni illa nýtt og fagna því öllum þeim hátíðum og öðrum verkefnum sem hafa sprottið upp undanfarin ár sem t.d hvetja fólk til að fara í jóga út um öll tún í hverfum borgarinnar. Þarna fékk ég sem sagt fluguna í hausinn og hef varla hugsað um annað síðan. Ég fékk Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur með mér í lið og saman fórum við á fullt að skipuleggja hátíðina. Við fengum styrk frá Hverfissjóði Reykjavíkur og náðum að gera ótrúlega mikið úr litlu og með góðri aðstoð vina og fjölskyldu. Viðburðurinn var frír öllum, laus við hoppukastala og einhvern trylling og það var gaman að sjá hvað börnin voru ánægð með þetta.
![]()
Hefur hátíðin eitthvað breyst á milli ára og hver er aðal áherslan í dag?
Hátíðin gekk sem áður sagði mjög vel og tóku allir verkefninu fagnandi. Við fórum því á fullt að skipuleggja næstu hátíð og það var svo margt sem okkur langaði að gera. Hátíð sem þessi getur boðið upp á svo margt og við viljum að sem flest börn fái tækifæri til þess að njóta hennar. Við viljum halda í okkar afslappaða og notalega andrúmsloft en bjóða líka upp á ýmis konar fjör og flott tónlistaratriði.
Við fengum góða viðbót í hópinn, en Hildur Soffía Vignisdóttir kom með mikinn kraft í verkefnið. Með innblástur hennar frá barnahátíðinni Miniøya í Noregi létum við stóra drauma okkar rætast og náðum við að skapa enn stærri og flottari Kátt á Klambra hátíð árið 2017, en hana sóttu um 3.000 gestir og tala margir um þetta sem skemmtilegasta dag sumarsins. Við höfum unnið að því að bæta hátíðina, en með svo miklum fjölda gesta þarf að huga að mörgu líkt og auka í starfsmannahópnum okkar á svæðinu, bæta gæslu, sorphirðu og fleira. Skipulagsvinna við viðburð sem þennan er mikil og allt kostar jú peninga, við sóttum um alla styrki sem hægt er að sækja um, sóttumst eftir að hitta fólk sem vinnur hjá Reykjavíkurborg og hjá stórum fyrirtækjum og vonuðumst eftir að geta haldið áfram að skipuleggja alvöru barnafestival. Þar sem enginn áræðanleg svör bárust þá ákváðum við að fara þá leið að hafa miðaverð á hátíðina. Við girtum því svæðið af og höfðum miðaverðið lágt. Það lukkaðist mjög og með þessu aukgum við líka öryggi gesta okkar það fer t.d ekkert barn fer af svæðinu án forráðamans og enginn kemur á svæðið sem á ekki þar heima.
Vinir Kátt á Klambra verða bara fleiri og enn fleiri áhugasamir skipuleggjendur hafa bæst í hópinn. Viktoría Blöndal hefur núna sett sinn svip á dagskránna með sínum góðu hugmyndum og svo kom Ása Ottesen systir einnig inn í verkefnið af krafti og hefur gætt facabook og instagram síður okkar af lífi og fjöri. Linda Björk tekur einnig verkefni í sínar hendur og léttir okkur róðurinn, en hún er orkubolti sem lætur verkin tala. Það er gaman hversu margir eru tilbúnir að hjálpa og taka þátt og það er öllum velkomið að mæta á Klambratún og taka þátt í uppsetningu á svæðinu og allir geta skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá okkur.
Í ár bætum við vel í dagskránna á sviðinu og höfum fjölbreytta afþreyingu á svæðinu. Fleiri matvagnar verða svæðinu, þrautabrautin verður stærri og skemmtileg innsetning listakonunnar Söru Bjargar Bjarnadóttur mun kæta alla krakka á svæðinu og einnig eru skemmtilegar viðbætur núna þar sem við verðum með leiksýningar, sögukeppni Forlagsins, bókahöfundar koma og lesa upp úr bókum, RIE leiksvæði fyrir ungabörn og fyrirlestur sem ætlaður er foreldrum.
Áherslan í ár er að skapa hátíð sem er fyrir bæði kynin með fjölbreyttri afþreyingu fyrri alla á aldrinum c.a 0-14 ára. Við kepptumst við að leita að kvenkyns listamönnum og af fyrri reynslu höfum við tekið eftir að þetta er fjölskylduhátíð og miðum við því dagskránna einnig að börnum á aldrinum 12-14 ára.
![]()
Er ekki mikil vinna sem liggur á bakvið svona hátíð og hvar sérðu hana í nánustu framtíð?
Jú, þetta er mjög mikil vinna, ég hélt kanski að þetta yrði auðveldara með hverju árinu en það er vissulega margt sem er auðveldara núna en svo bætist bara eithvað annað við. Verkefnalistinn er endalaus og alltaf einhverjar nýjar hugmyndir sem poppa upp. Kærastinn minn Steingrímur Ingi á mikinn heiður að því hversu flott hátíðin er en hann hefur beisíklí smíðað hátíðina. Með aðstoð Gunnýar og Eleni hafa þau gert svæðið litríkt og skemmtilegt. Hann hefur einnig þurft að sýna mikla þolinmæði heima fyrir, þar sem mikill tími, orka og peningar fara í skipulag og undirbúning hátíðarinnar og vegna hennar tökum við ekkert sumarfrí á sumrin.
Ég sé hátíðina geta haldið áfram að blómstra og stækka og mig langar að hún verði að árlegum viðburði á Klambratúni. Við höfum tekið þátt í öðrum verkefnum líkt og Torg í biðstöðu í fyrrasumar, Barnamenningarhátíð og verið með Kátt á Solstice þar sem við sáum um barnasvæðið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Þetta verkefni getur ferðast út um allt og ef vel gengur að fá staðfastarI samstarfssamninga og fjármagn þá er allt möguleg og öll börn hlakka til að fara á Kátt á Klambra. Ég á mér marga drauma fyrir hátíðina t.d að smíða hringekju, fá erlenda listamenn til að koma og sýna og gefa börnum orðið og innlima þátttöku þeirra í skipulagningu hátíðarinnar.
![]()
Hvernig lýtur komandi hátíð út og munu ekki allir finna eitthvað við sitt hæfi?
Dagskráin er glæsileg! Við erum mjög ánægð með hana og hún er vissulega miðuð út frá börnum og ættu öll börn að geta fundið eithvað við sitt hæfi t.d ritlistarmiðja, tónlistarmiðja, taflkennsla, graffítikennsla, sirkusmiðja, hreyfiflæði með Primal, RIE ungbarnaleiksvæði, Nexus Noobs, þrautabraut, föndurtjald og margt fleira verður í gangi á svæðinu. Á hátíðarsviðinu verðum við svo með flottustu og stærstu dagskránna okkar hingað til.
Kynnanir Gummi og Blærmunu svo leiða dagskránna á sviðinu með sínum góða húmor og hressleika. Það verður því nóg um að vera og eithvað fyrir alla.
![]()
Hvenær byrjar hátíðin og eitthvað að lokum?
Svæðið opnar kl 11.00 á sunnudaginn og lýkur dagskránni kl 18.00. Pamperstjaldið verður á svæðinu og nokkrir gómsætir matvagnar, barnvænt snarl, Te og kaffi vagn, popp og canfyflosh og bara afslöppuð carnival stemmning allan daginn. Komið með teppi og góða skapið hvort sem sólin skín eða það rigni þá verður þetta besti dagur sumarsins. Ég mæli með að fólk tryggji sér miða í forsölu, nýti sér fjölskyldupakkaverðið og við höfum unnið að því að bæta það sem mátti laga frá því í fyrra, t.d langar raðir sem ættu ekki að vera langar núna!
Hlökkum til að njóta dagsins með ykkur!
Hægt er að nálgast miða á hátíðina á Tix.is
Kattaklambra.is
The post Hátíð þar sem börn og foreldrar njóta sín saman appeared first on Albumm.