Hljómsveitin GRINGLO var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Stranger.” Myndbandið er tekið upp á þann 25.júní, á sólríkum degi á Akureyri. Hugmyndin var einföld. Safna saman 60-70 manns, gera litla skrúðgöngu og búa til vinalegt andrúmsloft sem kemur boðskapi lagsins til skila!
„Þetta var hugmynd sem ég var búinn að hafa í hausnum í dálítinn tíma. Ég labba svo oft þennan hluta af Ránargötu með Tuma hundinn minn, enda er þetta ein uppáhalds gatan mín á eyrinni. Mikið af fallegum gömlum húsum og falleg tré allstaðar“ – Ivan Mendez
Að sögn hljómsveitarmeðlima var stemningin á tökudag virkilega góð. Fólk var beðið um að hitta sveitina á Eiðsvelli kl 17. Ekki var erfitt að finna Sveitina en þar beið hún spennt með andlitsmálningu, confetti, sápukúlur, hljóðflæri og 30 gasblöðrur frá Ferro Zink. Segja má að hundurinn Tumi sé aðal innblástur myndbandsins en Ivan Mendez og Tumi ganga oft þessa götu og myndast oft hópur í kringum Tuma enda frábær hundur sem tekur öllum með opnu hjarta.
Tökur stóðu frá kl 17:00 til ca. 19:00 og mætti segja að allt hafi gengið eins og í sögu. Fólkið var afskaplega afslappað og allir tilbúnir að leggja sitt að mörkum. Íbúar Ránargötu voru einning mjög hjálpsamir að skapa líflegt andrúmsloft í götunni á meðan tökum stóð.
„Það var gaman að sjá allt þetta fólk sameinast í garðinum. Fólk sem hefði kanski ekki leitt hesta sína sama ella en lét þó afskaplega vel af vinskap hvors annars. Mér leið eins og hugmyndin hefði komið heim og saman á því augnabliki, það var eitthvað mjög fallegt við þetta alltsaman“ – Ivan Mendez.
Myndbandið skartar þónokkrum kennileitum Akureyrarbæjar. Rauðum hjartalaga götuljósum, trjávöxnum smágötum, þekktum bæjarbúum, Eiðsvelli og bryggjusvæðinu.
Sveitarmeðlimir töluðu um það strax í byrjun að þeim langaði að gera eitthvað jákvætt fyrir bæinn, fanga bæjarandann og sýna smá brot af bænum sínum.
„Hér eru engin ókunnugir. Að sjálfsögðu þekkir maður ekki alla persónulega en maður finnur fyrir samheldni meðal bæjarbúa, og það eru gott að vera partur af slíku.“ – Ivan Mendez.
Lagið er hljóðritað af Sigfúsi Jónssyni en hljómblöndun og eftirvinnsla er unnin af Hauki Pálmasyni. Myndbandið var tekið upp og framleitt af tvíeykinu Bernódusi Óla Einarssyni og Sölva Karlssyni. Leikstýring var einning í þeirra höndum. Listræn stjórnun og handritsgerð: Ivan Mendez Sérstakar þakkir til styrktaraðila (Greifinn, Síminn,Ferro Zink), allra íbúa Ránargötu og síðast en ekki sýst allra þeirra sem mættu!
The post „Hugmyndin kom heim og saman á þessu augnabliki – Eitthvað mjög fallegt við þetta” appeared first on Albumm.