Quantcast
Channel: Albumm
Viewing all 2014 articles
Browse latest View live

TERRORDISCO ER MAGNAÐUR Á SINNI FYRSTU STUTTSKÍFU

$
0
0

Terrordisco - Promotional Picture

Terrordisco hefur verið leiðandi afl í íslenski danstónlistarsenunni í fjölmörg ár. Hinn fyrrverandi ásláttarleikari FM Belfast hefur getið sér góðan orðstír sem einn uppátækjasamasti plötusnúður Reykjavíkur, þá sér í lagi fyrir sín stórskemmtilegu „edits“ af bæði íslenskum og erlendum danslögum. Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir hæfni sína á bakvið plötuspilarana, hefur hann sýnt fram á kænsku og kúnst við gerð tónlistar t.a.m. með fjölmörgum samstarfsverkefnum og endurhljóðblöndunum. Með frumraun sinni „Fyrst“ sýnir hann fram á hæfileika til þess að búa til eitthvað nýtt og framandi – danstónlist með sérstöku kryddi, sem gerir tónlistina sérstaka, framandi en þó dansvæna.

disco

Þessi fimm-laga stuttskífa kemur víða við – allt frá seiðandi en jafnframt taktföstu furðuhúsi í laginu „Terragon Sunset“ yfir í afróskotna hústónlist í „Broad Hill Shuffle“ – og er ef það er ekki nóg þá endar skífan á undurfögru sveimi í takt við brotna takta í laginu „Hekla“.

Raftónar er íslensk útgáfa sem sérhæfir sig í hágæða raftónlist og hefur gefið út tónlist með listamönnum svo sem M-Band, Buspin Jieber, Muted, Skurken og fleirum – og er þetta tólfta útgáfan hjá fyrirtækinu.

Hér fyrir neðan má heyra lagið „Broad Hill Shuffle.“

http://raftonar.bandcamp.com/album/fyrst

The post TERRORDISCO ER MAGNAÐUR Á SINNI FYRSTU STUTTSKÍFU appeared first on Albumm.


ÞÝSKA HLJÓMSVEITIN STROM & WASSER SPILAR Á ÍSLANDI

$
0
0

Strom und Wasser7

Jazzklúbburinn Múlinn í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn tekur forskot á sæluna og heldur tónleika með þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser í Kaldalóni, Tónlistarhúsinu Hörpu 13. september kl. 21:00. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz en hann er löngu kunnur og margverðlaunaður í heimalandi sínu.

Fyrr á árinu kom út geisladiskur hjá útgáfunni Traumton í Berlín. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn tóku þátt í verkefninu sem ber heitið „Reykjavik Projekt.“ Á disknum er tónlistararfur Evrópu tekinn fyrir. Ska-pönki, rappi, tataraskölum, dýraköllum, tónlist austur-kirkjunnar, balkönskum dönsum, íslenskum stemmum er hrist saman í hressilegan kokkteil. Hljómsveitin hefur þegar leikið töluvert af tónleikum í Þýskalandi en kemur nú fram í fyrsta skipti í Reykjavík. Fram koma : Heinz Ratz, Ingo Hassenstein, Burkhard Ruppaner, Enno Dugnus, Luca Seitz og gestirnir Egill Ólafsson, Ragnheiður Gröndal og Haukur Gröndal

Tix 1600500

Spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans hefst í lok september með 9 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 20. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Kaldalónssal Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is http://harpa.is/  og tix.is

The post ÞÝSKA HLJÓMSVEITIN STROM & WASSER SPILAR Á ÍSLANDI appeared first on Albumm.

ANDY SVARTHOL SENDIR FRÁ SÉR OFBIRTU

$
0
0

ANDY

Hljómsveitin Andy Svarthol var að senda frá sér lagið „Ofbirta“ en það eru bræðurnir Egill og Bjarki Hreinn Viðarssynir sem skipa sveitina. Fyrir ekki svo löngu sendi sveitin frá sér lagið „Írena Sírena“ við góðar undirtektir en kapparnir vinna nú hörðum höndum að sinni fyrstu plötu.

„Ofbirta“ er glaðvært popplag með grípandi laglínum sem fær hlustandann til þess að dilla sér í takt við lífið!

Skellið þessu í eyrun, hækkið og brosið!

The post ANDY SVARTHOL SENDIR FRÁ SÉR OFBIRTU appeared first on Albumm.

KÖRRENT SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG OG MYNDBAND

$
0
0

KÖRRENT BANNER

Hljómsveitin Körrent er tiltölulega ný af nálinni en sveitin var að senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband sem nefnist „Guilty.“ Körrent tók þátt í Músíktilraunum árið 2016 og komust þau áfram á sínu kvöldi. Laginu má lýsa sem glaðværu poppi með dramatísku ívafi og grípur það hlustandann frá fyrstu nótu! Gaman verður að fylgjast með þessarri nýju hljómsveit og bíðum við spennt eftir næsta lagi.

KÖRRENT 2

Sveitina skipa: Gyða Margrét – Söngur og hljómborð, Reynir Snær – Gítar, Svanhildur Lóa – Trommur og Gunnar Sigfús – Bassi.

Hjörleifur Jónsson á heiðurinn af myndbandinu en það er einkar skemmtilegt.

The post KÖRRENT SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG OG MYNDBAND appeared first on Albumm.

GREY MIST OF WUHAN ER KOMIN Á VÍNYL

$
0
0

wuhan 2

Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson er margt til lista lagt en hann er forsprakki hljómsveitarinnar Leaves, rekur hljóðverið Aeronaut Studios og gerir tónlist undir nafninu Arnar svo sumt sé nefnt.

wuhan

Fyrir skömmu sendi Arnar frá sér plötuna Grey Mist Of Wuhan en platan er einskonar „soundtrack“ fyrir borgina Wuhan í kína. Tónlistin minnir mann svolítið á tónslistina úr kvikmyndinni Blade Runner en það er talið eitt flottasta og áhrifamesta Soundtrack allra tíma.

Grey Mist Of Wuhan er nú fáanleg á vínyl plötu en um ræðir aðeins tíu númeruð eintök! Allir sannir vínyl safnarar ættu að hafa hraðar hendur og næla sér í eintak en best er að hafa samband við Arnar á Facebook síðu hanns.

http://aeronautstudios.com/

The post GREY MIST OF WUHAN ER KOMIN Á VÍNYL appeared first on Albumm.

HELLA BLÓÐI OG TALA VIÐ HINA FRAMLIÐNU

$
0
0

dream wife 2

Hljómsveitin Dream Wife sendi á dögunum frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Lolita.“ Sveitin hefur vakið talsverða athygli að undanförnu og hafa erlendir miðlar á borð við ID, The Fader og Thefourohfive.com hafa fjallað ýtarlega um sveitina!

dream wife ljósmynd francesca allen

Sveitin spilar töffaralegt rokk í anda áttunda áratugarins og er umrætt lag þar engin undantekning. Sveitin er ættuð frá London en Rakel Mjöll söngkona sveitarinnar kemur frá Íslandi.

Myndbandið er virkilega töff en þar sjást meðlimir sveitarinnar að hafa sig í allskonar djöfullegum aðgerðum.

http://www.dreamwife.co/

https://twitter.com/DreamWifeMusic

https://www.instagram.com/dreamwifetheband/

The post HELLA BLÓÐI OG TALA VIÐ HINA FRAMLIÐNU appeared first on Albumm.

HVAÐ ER SELMA BJÖRNS AÐ HLUSTA Á?

$
0
0

selma 2

Selma Björnsdóttir hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli en hún er ein vinsælasta tónlistar og leikkona landsins en ekki nóg með það heldur er hún einnig leikstýra og afburðar dansari! Selma hefur leikið í tugi leikrita, gefið út allmargar plötur og hver man ekki eftir sigurgöngu hennar í Eurovision!

selma björnsdóttir

Þessa stundina er Selma að undirbúa sig  fyrir að leikstýra glænýju barnaleikriti sem verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins nú í Janúar.  Einnig mun hún leikstýra ásamt Gísla Erni Garðarssyni Hamskiptunun eftir Franz Kafka í Zurich í Sviss og verður það frumsýnt í byrjun Desember.

Það er aldrei lognmola hjá Selmu Björns en hún gaf sér samt tíma til að segja Albumm.is þau tíu lög sem hún er að hlusta á um þessar mundir.

The post HVAÐ ER SELMA BJÖRNS AÐ HLUSTA Á? appeared first on Albumm.

GANGLY ER LÖÐRANDI Í KYNÞOKKA

$
0
0

gangly 2

Hljómsveitin Gangly var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Holy Grounds.“ Lagið er löðrandi í kynþokka og á afar vel við komandi haustdaga! Hljóðheimur sveitarinnar er einstakur og nær hún að fanga hlustandann frá fyrstu sekúndu.

Myndbandið er framúrskarandi en það er Máni Sigfússon sem á heiðurunn af því! Hér er á ferðinni frábært lag sem á án efa eftir að hljóma í eyrum landsmanna um ókomna tíð.

https://soundcloud.com/ganglygangly

https://twitter.com/ganglygangly

https://www.instagram.com/ganglygangly/

https://play.spotify.com/artist/0MEwifG6Ox3Jjen6VO2xuN?play=true&utm_source=open.spotify.com&utm_medium=open

The post GANGLY ER LÖÐRANDI Í KYNÞOKKA appeared first on Albumm.


RÍFST VIÐ BJÓRGLASIÐ ÁÐUR EN HANN DREKKUR ÞAÐ

$
0
0

freyr halldór 1

Tónlistar og fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson og tónlistarmaðurinn og leikarinn Halldór Gylfason hafa brallað ýmislegt saman en fyrir skömmu sendu þeir frá sér stuttmyndina I don´t want you! Stuttmyndin er byggð á gömlum partý brandara sem vinur þeirra Dr. Karl Ægir Karlsson gerði ódauðlegann!

Albumm.is náði tali að Frey Eyjólfssyni og svaraði hann nokkrum spurningum um myndina.

Hvernig kviknaði hugmyndin að myndinni og hver er hugsunin á bakvið hana?

Þetta er gamalt partý-trix sem vinur minn Dr. Karl Ægir Karlsson fíflaðist oft með; að rífast við bjórglasið sitt áður en hann drakk það. Ég var vanur að pissa á mig af hlátri yfir þessu.

Hugsunin er landamæri meðvitundar og undirmeðvitundar. Öll tákn í tilveru okkar eru einskonar landafræðikort á mörkum þessara tveggja heima. Táknið hér er bjórglas – sem getur staðið fyrir ýmislegt.     

Var hún lengi í vinnslu eða var þetta bara einn tveir og þrír?

Nei, þetta er bara gert í einhverju flippi. Öll góð list byrjar í fíflaskap. „Hey, gerum stuttmynd“. Einn tökudagur og svo einhverjir dagar í frágangi.

Glöggir áhorfendur taka eftir að myndin er ekki tekin upp á Íslandi hvar er hún tekin upp og afhverju þar?

Dóri Gylfa kom í heimsókn til mín um daginn til Gex, sem er lítill bær í Frakklandi, þar sem ég bý. Þar hef ég verið að vinna með svissneskum kvikmyndaleikstjóra, Robert Ralston. Við hittumst allir þrír og ákváðum að gera þessa litlu stuttmynd.

Dóri Gylfa og Freyr Eyjólfsson á góðri stundu í Frakklandi.

Þið félagar hafið nú brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina er von á frekara framhaldi?

Vonandi kemur Dóri aftur í heimsókn. Ég skil raunar ekki afhverju hann er ekki heimsfrægur leikari. Hann er svo sjúklega góður. Okkur langar að gera aðra mynd með honum þar sem hann rífst við stórt tré og heggur það svo niður í bræði sinni.

Hér fyrir neðan má sjá stuttmyndina góðu.

The post RÍFST VIÐ BJÓRGLASIÐ ÁÐUR EN HANN DREKKUR ÞAÐ appeared first on Albumm.

MOSI MUSIK OG GLOWRVK SJÁ UM STUÐIÐ Á HÚRRA Í KVÖLD

$
0
0

Mosi Musik. Ljósmynd/Hjalti Árnason

Mosi Musik hefur verið að vinna í nýjum lögum sem þau munu spila fyrir gesti á Húrra. Um er að ræða allt frá trylltum dans yfir í romance í nýju lögunum en lagið „Weekend Out“ er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu og hefur lagið fengið góðar viðtökur á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins.

glow

GlowRVK er spennandi hljómsveit sem hefur vakið töluverða athygli. Á skömmum tíma hefur hún gefið út fjölda laga og tónlistarmyndbönd en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í lok síðasta árs.

glowrvk

GlowRVK

Hljómsveitina skipa þau Bjarni Freyr Pétursson og Sylvía Björgvinsdóttir. Þau hafa haldið fjölmarga tónleika og eiga breiðan aðdáendahóp. Tónlist þeirra þykir einstaklega fersk og krafturinn skilar sér vel á sviðinu. Þau eru lífsglöð og vilja gleðja aðra með sinni nýstárlegu elektrónísku danstónlist. Tónleikar þeirra eru sérstök upplifun. Það er auðvelt að finnast maður vera hluti af tónlistinni, gleyma öllu, sleppa af sér beislinu og dansa.

Herlegheitin eru í kvöld miðvikudaginn 14. September og byrjar kl 21:00 Aðeins kostar litlar 1.000 kr inn!

Nánari upplýsingar um viðburð er að finna hér: https://www.facebook.com/events/294568657584346/

The post MOSI MUSIK OG GLOWRVK SJÁ UM STUÐIÐ Á HÚRRA Í KVÖLD appeared first on Albumm.

HEIMSENDAPOPP Á HEIMSMÆLIKVARÐA

$
0
0

seint 3

Tónlistarmaðurinn Seint hefur verið að vekja á sér talsverða athygli að undanförnu en hann var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Letgo.“ Fyrir skömmu sendi Seint frá sér smáskífuna Saman og hefur lagið „Post Pop“ ómað í eyrum landsmanna við góðar undirtektir.

„Letgo“ má lýsa sem heimsendapoppi en eins og fyrri lög fangar það hlustandann á sinn einstaka hátt. Myndbandið er virkielga flott og smellpassar það laginu en það er Seint sjálfur sem á heiðurinn af því!

The post HEIMSENDAPOPP Á HEIMSMÆLIKVARÐA appeared first on Albumm.

MAGNÞRUNGINN DANS Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU

$
0
0

pacal-pinon-2

Hljómsveitin Pascal Pinon sendi á dögunum frá sér sína þriðju breiðskífu Sundur. Í gær kom út myndband við lagið „Orange“ og er það einkar glæsilegt! Dansararnir Halla Þórðardóttir og Sigurður Andrean Sigurgeirsson fara á kostum í myndbandinu en þau dansa magnþrunginn dans í Íslenskri náttúru.

pascal-pinon

„Orange“ er að sjálfsögðu tekið af umræddri plötu en því má lýsa sem tilfinningalegum rússíbana sem teymir hlustandann áfram á tánnum!

Magnus Andersen leikstýrir myndbandinu og gerir hann það listarlega vel en Heba Eir Kjeld samdi dansinn. Saman ná þau að töfra fram hið ómótstæðilega og áhorfandinn situr dáleiddur við skjáinn.

Hægt er að versla og hlusta á breiðskífuna Sundur hér https://www.morrmusic.com/artist/Pascal%20Pinon/release/3638

https://www.instagram.com/pascalpinon/

The post MAGNÞRUNGINN DANS Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU appeared first on Albumm.

„ÉG ER LOKSINS AÐ KOMA ÚT ÚR SKÁPNUM SEM TEIKNARI“

$
0
0

Hér má sjá skjáskot úr nýju myndbandi Páls Óskars sem verður frumsýnt á Albumm.is föstudaginn 16. september.

Tónlistarmaðurinn og poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson þarf ekki að kynna fyrir landanum en hann sendi á dögunum frá sér lagið „Þá mætir þú til mín.“ Lagið er búið að fá talsverða umbreytingu og er nú verið að leggja lokahönd á glæsilegt myndband.

Í hádeginu á föstudaginn 16. Ágúst ætlar Albumm og Páll Óskar að leiða saman hesta sína og frumsýna myndbandið hér á Albumm en gríðarleg vinna og metnaður hefur farið í herlegheitin! Albumm.is hefur einnig fengið í hendurnar fyrstu skjáskotin úr myndbandinu sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Páll Óskar svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum um lagið og myndbandið en hér má lesa brot úr viðtalinu en það byrtist í heild sinni á föstudaginn.

Er þetta myndband eitthvað frábrugðið fyrri myndböndum og ef svo er hvernig þá?

Ég er loksins að koma út úr skápnum sem teiknari. Ég teiknaði alveg gríðarlega mikið sem barn og unglingur og hætti því skyndilega um leið og Rocky Horror var frumsýnt í MH. Eftir það stökk ég um borð í poppara hringekjuna sem snerist bara hraðar og hraðar eftir því sem árin liðu, og ég fékk aldrei ró og næði til að setjast niður og teikna – eins og ég hef nú gaman af því. Ég hafði gott af því að teikna sílúettu myndirnar sem birtast hér og þar í videoinu, og ég veit að ég þarf að gera meira af því, því þetta virkar á mig eins og hugleiðsla…

Ertu ekki himinlifandi með útkomuna?

Ég er á bleiku skýji núna, bæði með lagið og myndbandið.  Get ekki beðið eftir að leyfa ykkur að sjá það kl. 12:00 á föstudaginn…

Allt viðtalið byrtist í heild sinni á föstudaginn þann 16. ágúst. Spennið beltin gott fólk því það verður partý!

http://www.palloskar.is/

Hér má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu:

palli-4-j

palli-5

palli

The post „ÉG ER LOKSINS AÐ KOMA ÚT ÚR SKÁPNUM SEM TEIKNARI“ appeared first on Albumm.

AMSTERDAM SMÝGUR SÉR INN UNDIRMEÐVITUNDINA

$
0
0

steinunn

Tónlistarkonan Steinunn Þorsteinsdóttir eða einfaldlega Steinunn eins og hún kallar sig var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Amsterdam.“

„Upp á síðkastið hef ég verið að fást við myndbandagerð við lögin mín,  sem hefur verið mjög skemmtilegt og áhugavert að vinna með tónlist á myndrænan hátt.“ Steinunn.

Umræddu lagi má lýsa sem rólyndis elektrónísku poppi og rennur það afar ljúft inn í undirmeðvitund hlustandans. Hér er á ferðinni ung og efnileg tónlistarkona sem gaman verður að fylgjast með!

The post AMSTERDAM SMÝGUR SÉR INN UNDIRMEÐVITUNDINA appeared first on Albumm.

GEIMFARAR, BYRKIR B OG 7BERG SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „HVÍTI GALDUR“

$
0
0

geimfarar

Geimfarar, Byrkir B og 7Berg voru að senda frá sér brakandi ferkst rapp lag sem nefnist „Hvíti Galdur.“ Byrkir B og 7Berg hafa komið víða við á viðburðarríkum ferli en þeir hafa verið leiðandi í Íslensku Hip Hop senunni svo árum skiptir.

Byrkir B gerði garðinn frægann með goðsagnakenndu hljómsveitinni Forgotten Lores og 7Berg hefur unnið með öllum helstu röppurum landsisn og sent frá sér  lög eins og „Reykjavík“ og „Kókaín“ svo fátt sé nefnt.

„Hvíti Galdur“ er virkilega töff lag og gaman að heyra þetta old school vibe sem lagið hefur! Hér eru atvinnumenn á ferð þannig hækkið í Ghettóblasternum!

The post GEIMFARAR, BYRKIR B OG 7BERG SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „HVÍTI GALDUR“ appeared first on Albumm.


SJÁÐU FYRSTA BROTIÐ ÚR NÝJU MYNDBANDI PÁLS ÓSKARS

$
0
0

palli-4-j-1

Í hádeginu á morgun 16. September munu Albumm.is og tónlistarmaðurinn Páll Óskar leiða saman hesta sína og frumsýna glænýtt tónlistarmyndband við lagið „Þá mætir þú til mín.“ Lagið hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar og er myndbandið einkar glæsilegt!

Albumm.is hefur fengið í hendurnar lítið brot úr myndbandinu og óhætt er að segja að það lofar ansi góðu.

Fylgist með Albumm.is í hádeginu á morgun því þá verður sko stuð! Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið umrædda.

http://www.palloskar.is/

The post SJÁÐU FYRSTA BROTIÐ ÚR NÝJU MYNDBANDI PÁLS ÓSKARS appeared first on Albumm.

PRINSINN ER ALGJÖR DÚLLA

$
0
0

 

prinsinn

Tónlistarmaðurinn Prins Póló var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Dúllur.“ Lagið er hresst elektró popp og ætti það að fá alla til að hrista sig! Prinsinn hefur áður sent frá sér lög eins „Niðrá Strönd“ og „Læda Slæda“ en kappinn er einkar lunkinn við að búa til grípandi laglínur!

„Dúllur“ er virkilega hresst og skemmtilegt lag og er myndbandið einnig stórgóð skemmtun!

http://www.prinspolo.com/

The post PRINSINN ER ALGJÖR DÚLLA appeared first on Albumm.

SUÐ GEFUR ÚT LAGIÐ „PLASTGEA“

$
0
0

sud3

Í kjölfar lagsins „Á Flótta„ og til að hita enn frekar upp fyrir breiðskífuna Meira Suð! gefur Suð út lagið „Plastgea“ og myndband í kaupbæti.

Einu sinni í fyrndinni var jörðin ein ofurheimsálfa, Pangea. Síðan brotnaði Pangea upp og heimsálfurnar sem við þekkjum í dag urðu til. Í dag erum við hins vegar að búa til okkar eigin Pangeu. Í þetta skipti úr plasti. Plastgea!

sud

Þegar kom að því að gera myndbandið voru margar hugmyndir á lofti en sem fyrr, ákvað Suð að ráðast í verkefnið af miklum áhuga en algjörri vanþekkingu, enda það sem piltarnir gera best.

Kjartan bassaleikari tók að sér að vinna þemað, klippa og leikstýra, meðal annars vegna þess að ljóst þótti að Baltasar Kormákur væri of upptekinn við að fylgja eftir hlutverki sínu sem ofstopafullur hjartalæknir í kvikmyndinni Eiðurinn.

Þar sem Kjartan er mikill áhugamaður um grímur og hefur meðal annars komið fram á tónleikum sem Svarthöfði voru pantaðar plastgrímur af ungum karlmanni.

http://sud.is/

 

 

 

The post SUÐ GEFUR ÚT LAGIÐ „PLASTGEA“ appeared first on Albumm.

ALBUMM.IS FRUMSÝNIR GLÆNÝTT MYNDBAND MEÐ PÁLI ÓSKARI

$
0
0

palli-3-j

Í dag frumsýnir Albumm.is glænýtt myndband með poppkónginum Páli Óskari við lagið „Þá mætir þú til mín.“ Myndbandið er einkar glæsilegt en þar má sjá glansandi einhyrninga, framúrskarandi dansatriði og teikningar eftir Pál Óskar svo fátt sé nefnt.

Lagið smellpassar myndbandinu og ætti það að fá hvert mannsbarn til að hrista á sér kroppinn! Albumm.is tók stutt en skemmtilegt viðtal við Pál Óskar og sagði hann okkur frá hugmyndinni á bakvið myndbandið, þegar laginu var hækkað um heiltón og teiknihæfileikum sínum svo fátt sé nefnt.

Er myndbandið búið að vera lengi í vinnslu?

Já, þetta myndband er búið að vera rúman mánuð í vinnslu. Það var alveg þess virði. Við erum líka öll svo gríðarlega upptekin við aðra vinnu. Ég er stöðugt að troða upp, Jonathan er að meika það feitt sem uppistandari og Ólöf Erla nýbyrjuð að vinna í grafískri hönnun hjá Nova. Svo eins mikið og við elskum hvort annað og gætum hangið saman allan sólarhringinn þá urðum við hreinlega að vinna þetta myndband milli þilja.  Stundum þarf maður að klambra saman klukkutímunum til að finna tíma til að sinna sköpunarferlinu.  En við náðum að klára þetta á þolinmæðinni og við erum mjög sátt með útkomuna. Þau skötuhjúin gerðu líka myndbandið við lagið „Gegnum dimman dal,“ sem er bæði lag og myndband sem mér þykir alveg gríðarlega vænt um.

„Það vaknar í mér lítill púki þegar ég hitti Jono, mér vaxa horn og hali og það er í raun pælingin á bak við myndbandið.“

hver er hugmyndin á bakvið það?

Við erum mjög góð í að hlusta á hvert annað og lána hvort öðru dómgreind. Milli þess sem við drepum hvort annað úr hlátri.  Það vaknar í mér lítill púki þegar ég hitti Jono, mér vaxa horn og hali og það er í raun pælingin á bak við myndbandið.  Lagið sjálft er í raun eins og einkamálaauglýsing á stefnumótasíðu.  Algert „booty call,“ sem maður auðvitað þarf að gera þegar náttúran kallar.  Þá er bara vonandi að einhver svari.

Er þetta myndband eitthvað frábrugðið fyrri myndböndum?

Ég er loksins að koma út úr skápnum sem teiknari. Ég teiknaði alveg gríðarlega mikið sem barn og unglingur og hætti því skyndilega um leið og Rocky Horror var frumsýnt í MH.  Eftir það stökk ég um borð í poppara hringekjuna sem snerist bara hraðar og hraðar eftir því sem árin liðu, og ég fékk aldrei ró og næði til að setjast niður og teikna – eins og ég hef nú gaman af því.  Ég hafði gott af því að teikna sílúettu myndirnar sem birtast hér og þar í vídeóinu, og ég veit að ég þarf að gera meira af því, því þetta virkar á mig eins og hugleiðsla.  Svo er ég svo feginn að elsku einhyrninga dansararnir eru með í þessu myndbandi núna.  Elska líka að ég fékk að skjóta það inni á fallegasta klúbbi Reykjavíkur, Nasa við Austurvöll, sem er gríðarlega mikið tilfinningamál fyrir mig. Auk þess sem það er bara svo hrikalega gott að vinna með Jono og Ólöf Erlu. Við eigum eftir að vinna meira saman, trúðu mér. Ég held við séum bara rétt að hita okkur upp fyrir eitthvað annað og meira.

„Orkan í laginu varð öll miklu réttari og betri og þetta kenndi mér það að lög geta breyst eins og lífverur milli tóntegunda.“

Lagið hefur fengið talsverða umbreytingu og hljómar nú mun kraftmeira, hver var ástæðan fyrir því?

Ég, Bjarki og Kobbi unnum fyrstu útgáfuna af laginu rétt áður en ég tróð upp á Eistnaflugi. Ég frumflutti lagið þar fyrir þungarokkarana. Trausti Haraldsson sem semur lagið á mörg gullkorn sem ég hef sungið eins og t.d. „Bundinn fastur,“ „La Dolce Vita,“ „Minn hinsti dans,“ „Er þetta ást“ og „Gegnum dimman dal.“  Ég fann strax að þetta nýja lag eftir hann gæti mjakað sér inn í miðtaugakerfið á manni. Þótt það tæki jafnvel smá tíma, þá gæti það orðið „sleeper hittari.“  Svo skrapp ég til Kaliforníu í sumarfrí og þar fékk ég bullandi efasemdir um hvort tóntegundin sem ég tók lagið upp í hafi verið rétt. Um leið og ég kom heim rauk ég aftur í stúdío með Dusk strákunum, lagið var hækkað um heiltón og hey prestó – réttur andi lagsins stökk fram. Orkan í laginu varð öll miklu réttari og betri og þetta kenndi mér það að lög geta breyst eins og lífverur milli tóntegunda.

Ertu ekki himinlifandi með útkomuna?

Ég er á bleiku skýji núna, bæði með lagið og myndbandið!

http://www.palloskar.is/

Lag: Trausti Haraldsson

Texti: Páll Óskar)

Upptökustjórn: Jakob Reynir Jakobsson / Bjarki Hallbergsson / Páll Óskar

 

Myndband:

Leikstjórn, kvikmyndataka, grafísk hönnun og klipping: Jonathan Duffy & Ólöf Erla

Aðstoð við upptökur: Orhan Kuresevic & Bjarki Hallbergsson

Dansarar: Javier Valino & Jón Eyþór Gottskálksson

Grímur: Bjarki Hallbergsson & Karún Guðmundsdóttir

Búningar: Coco Viktorsson

Teikningar: Páll Óskar

Framleiðandi: Páll Óskar

Myndbandið var tekið upp inni á Nasa við Austurvöll í ágúst 2016.

The post ALBUMM.IS FRUMSÝNIR GLÆNÝTT MYNDBAND MEÐ PÁLI ÓSKARI appeared first on Albumm.

OFURGRÚPPAN TÁLSÝN KVEÐUR SÉR HLJÓÐS

$
0
0

talll
Hljómsveitin Tálsýn sendi fyrir skömmu sitt fyrsta lag sem nefnist Sniðugt. Lagið er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar sem er væntanleg von bráðar.

Tálsýn er fjögra manna hljómsveit og hafa meðlimir hennar verið ansi virkir í gegnum tíðina! Lokbrá, Jan Mayen og Quest er brot af þeim sveitum sem meðlimir Tálsýn hafa spilað, hér eru vanir menn á ferð!

Sniðugt er töff lag með grípandi laglínum og bíðum við spennt eftir plötunni!

The post OFURGRÚPPAN TÁLSÝN KVEÐUR SÉR HLJÓÐS appeared first on Albumm.

Viewing all 2014 articles
Browse latest View live