![]()
Hljómsveitin Arcade Fire hélt heljarinnar tónleika í Höllinni á þriðjudagskvöldið sem leið og óhætt er að segja að allt ætlaði um koll að keyra! Ég (Steinar Fjeldsted) hef lengi haft dálæti af sveitinni og heyrt margar góðar sögur af tónleikum þeirra en ekkert gat undirbúið mig sem var í vændum! Eftir að hafa hlýtt á nokkur lög með íslensku hljómsveitinni Kiriyami Family, sem stóð sig með einstakri prýði tók við ágætis bið en hey, það var sko vel þess virði!
Klukkan 22:15 slokknuðu öll ljósin í salnum og drunur frá sviðinu byrjuðu að yfirþirma salinn, spennan var gríðarlega mikil. Skyndilega kviknar ljós í miðjum salnum en þar stendur sveitin í faðmlögum, hrópandi og á þessum tímapunkti fattaði ég að það væri eitthvað afar sérstakt í vændum. Sveitin gengur svo yfir salinn og rakleitt upp á svið og keyrt er í fyrsta lagið, Everything Now.
![]()
Stemningin var vægast sagt tryllt og var sveitin í virkilega góðum gír, sem átti bara eftir að stigmagnast með hverju laginu! Eiginlega ekkert stopp var á milli laga og er alveg ótrúlegt hvernig sveitin náði að skipta á milli takta, grúva og auðvitað laga. Hljómurinn var virkilega góður og þéttur en ég fékk alveg helling út úr því að hlusta á þykku moog bassalínurnar, hreinn unaður!
![]()
Öll umgjörð tónleikanna var framúrskarandi en sviðið skartaði allskonar flottum hljóðfærum, trylltum ljósum, risa stórri diskó kúlu og nokkrum stórum skjám. Einnig var spilagleðin mjög mikil og lék sveitin á alls oddi sem skilaði sér beint út í sal. Á sirka miðjum tónleikunum slokknuðu öll ljósin í salnum og var eins og sviðið væri alelda og fylltist allur salurinn af svörtum reik. Sveitin birtist í ljósum logum og heltekur mannskapinn með dáleiðandi tónum og söng, hreint út sagt magnað!
![]()
Söngvari Arcade Fire, Win Butler var í hörku formi og söng hann eins og engill alla tónleikana. Betri front mann er örugglega erfitt að finna en hann stjórnaði salnum af einstakri snilld og töffaraskap! Régine Chassagne söng einnig nokkur lög og var hún ótrúlega svöl og leikræn á sviðinu. Í lok tónleikanna varð skyndilega allt dimmt og birtist Win Butler í miðjum salnum vopnaður gítarnum og sinni fallegu rödd. Win hreyf allan salinn með sér, gekk upp á svið þar sem sveitin tók á móti honum, sem að sjálfsögðu hélt áfram að hrífa hvert mannsbarn í salnum!
![]()
Arcade Fire lokaði tónleikunum á laginu, Wake Up og í alvöru talað gott fólk það var vægast sagt stórkostlegt! Gæsahúðin tók völdin og hárin risu á hnakkanum á meðan ég ásamt öllum salnum söng með. Ég get fullyrt það að þessir tónleikar eru þeir bestu sem ég hef séð í mjög mjög langan tíma og ég hef nú séð þá nokkra í gegnum tíðina!
Ljósmyndarinn Julie Rowland kíkti á tónleikana og tók hún þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
Julietterowlnad.com
Hr. Örlygur.
The post Arcade Fire kveikti í höllinni – Sjáið ljósmyndirnar appeared first on Albumm.